Starfsreglur ræktunardeilda Hundaræktarfélags Íslands
(Gildir frá 10. mars 2010)I. Markmið
1. Markmið ræktunardeilda Hundaræktarfélags Íslands er að standa vörð um ræktun
viðkomandi hundakyns/kynja, að vera ráðgefandi og að miðla fræðslu eins og
stendur í lögum HRFÍ sjá VII kafla, greinar 19, 20, 21, 22 og 23.
II. Stofnun ræktunardeilda
Ræktunadeildir HRFÍ eru þrenns konar og eru þær skilgreindar á eftirfarandi hátt:
a) Ræktunardeild um eitt hundakyn sem kallast sérdeild. Sjá grein 1.
b) Ræktunardeild um tvö eða fleiri hundakyn sem tilheyra sama tegundahópi og hafa
svipaða meðfædda eiginleika kallast hópdeild. Sjá grein 2.
c) Í safndeild eru þau hundakyn sem ekki tilheyra sérdeild eða hópdeild. Sjá grein 3.
1. Hægt er að stofna ræktunardeild um eitt hundakyn sem telur 12 óskylda
ræktunarhunda. Þessir hundar skula hafa náð 1. einkunn á viðurkenndum
hundasýningum auk þess að teljast heilbrigðir ræktunarhæfir einstaklingar. (sérdeild
- sbr. deild íslenska fjárhundsins).
2. Til að heimild fáist til að stofna ræktunardeild um tvö eða fleiri hundakyn, þurfa þau
að vera skyld að útliti og eiginleikum. Annað kynið þarf að uppfylla sömu skilyrði og í
grein I. (Hópdeild – sbr. retrieverdeild).
3. Heimilt er að stofna safndeild um fleiri hundakyn (sbr. úrvalsdeild). Til safndeildar
teljast þau hundakyn sem tilheyra ekki öðrum sérdeildum. Í safndeild er hægt að
velja sérstaka tengiliði fyrir hvert hundakyn sem telja a.m.k. 12 eigendur sem eru
félagsmenn í HRFÍ. Tengliðir skulu gegna því hlutverki að miðla upplýsingum um
kynið og vera stjórn deildarinnar til aðstoðar eftir því sem við á hverju sinni. Stjórn
safndeildar getur sett tengiliðum sérstakar starfsreglur. Einungis þeir sem hafa
verið félagsmenn í HRFÍ í 2 ár og hafa góða þekkingu á viðkomandi hundakyni
geta gefið kost á sér sem tengiliðir. Sé tengiliður kosinn til starfa í stjórn deildarinnar
skal velja nýjan tengilið í hans stað.
4. Telji stjórn HRFÍ grundvöll vera fyrir stofnun nýrrar deildar skal tillaga þess efnis
lögð fyrir aðalfund HRFÍ til samþykktar samkvæmt 19. og 21. grein laga HRFÍ.
III. Stjórn ræktunardeildar
1. Stjórn ræktunardeildar skal skipuð fimm félagsmönnum. Einungis þeir sem hafa
verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar.
2. Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver
stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarétt og
kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi
deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn.
Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða
í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund
skal stjórn velja sér formann.
3. Í hóp- og safndeildum skal leitast eftir því að þeir sem sitja í stjórn deildarinnar séu
fulltrúar mismunandi hundakynja. Þeir sem gefa kost á sér til stjórnarstarfa í
safndeildum verða að starfa af sömu ábyrgð fyrir öll hundakyn sem tilheyra deildinni.
4. Þeir sem sitja í stjórn ræktunardeilda og nefnda ásamt tengiliðum eru fulltrúar
Hundaræktarfélags Íslands. Þeir skulu gæta trúmennsku í störfum, leggja sitt af
mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. Þeir sem valdir eru til
stjórnarstarfa þurfa að þekkja lög og reglur HRFÍ og starfa samkvæmt þeim í
sérhverju máli sem þeim er falið að vinna.
5. Stjórn ræktunardeildar skiptir með sér verkum og ber alla ábyrgð á starfsemi
deildarinnar. Stjórn getur tilnefnt í nefndir s.s. ræktunarnefnd, sýningarnefnd,
ritnefnd, tölvunefnd, göngunefnd og fl. Stjórn deildarinnar hefur yfirumsjón með
störfum þessara nefnda og skal ítrekað að henni sé fullkunnugt um alla starfsemi
sem þar fer fram hverju sinni.
6. Ársfundur ræktunardeildar skal halda í mars ár hvert. Til hans skal boðað með a.m.k.
7 daga fyrirvara í dagblaði, á heimasíðu félagsins eða í Sámi. Hlutverk ársfundar er
að velja ræktunarstjórn og taka ákvarðanir í málum, sem stjórn deildarinnar eða stjórn
HRFÍ kýs að bera undir fundinn. Stjórn ræktunardeilda skal skrifa skýrslu um
starfsemi deildarinnar ár hvert. Skýrslan skal gefa skýra mynd af ræktunarstarfi og
öðrum störfum innan deildarinnar. Þar skal einnig koma fram áætluð starfsemi á nýju
starfsári. Ræktunardeildir með eigin fjárhag s.s. vegna sýningarþjálfunar, reksturs
vefsíðu, kaffisjóðs o.þ.h. skulu sækja um kennitölu fyrir viðkomandi ræktunardeild til
Fyrirtækjaskrár og leggja fram rekstrar- og efnahagsyfirlit á ársfundi deildarinnar. Eftir
ársfund deildarinnar skal samhljóða skýrslum skilað til stjórnar HRFÍ.
7. Við stofnun nýrrar deildar skal tilgreina fimm stjórnarmenn, sem sjá um að boða til
ársfundar deildarinnar innan mánaðar frá stofnun hennar. Til fundarins skal boðað með
a.m.k. 7 daga fyrirvara í dagblaði, á vefsíðu félagsins og heimasíðu deildarinnar. Á
fyrsta ársfundi nýrrar deildar skal kjósa þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins
árs. Ávallt skal færa fundagerð á aðalfundi sem og á öðrum fundum stjórnar
ræktunardeildar. Í fundargerðabók skal koma fram dagsetning funda, helstu mál ofl.
Greina skal frá kosningu stjórnarmanna ásamt atkvæðafjölda í fundagerðabók.
8. Deild íslenska fjárhundsins ber ábyrgð á verndun, ræktun og heilbrigði íslenska
fjárhundsins í umboði stjórnar HRFÍ. Stjórn tilnefnir því fulltrúa sinn í stjórn deildarinnar
til tveggja ára í senn. Fulltrúinn situr sem áheyrnarfulltrúi með tillögurétt í stjórn díf og
er hlutverk hans að vera sérstakur tengiliður milli stjórnar HRFÍ og díf um málefni sem
varða íslenska fjárhundinn.
IV. Starfssvið ræktunarstjórna
1. Ræktunarstjórn er ráðgefandi aðili um allt er viðkemur ræktun, eðli og umhirðu
viðkomandi hundakyns. Ennfremur ber ræktunarstjórn að fræða um sögu kynsins,
heilbrigði og uppruna.
2. Stefna ræktunarstjórnar skal vera að beina allri ræktun í þá átt að einstaklingar kynsins
séu:
- Andlega og líkamlega heilbrigðir.
- Án erfðagalla.
- Uppfylli kröfur ræktunarmarkmiðs kynsins um útlit og byggingu.
- Uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um vinnueiginleika kynsins.
3. Ræktunarstjórn er einungis ráðgefandi aðili um allt er varðar ræktun ættbókarfærðra
hunda sem standast tilskyldar kröfur um undaneldi, í samræmi við ræktunarmarkmið
kynsins og ættbókarreglur HRFÍ.
4. Öll ábyrgð á ræktun hvílir alfarið á tíkareiganda og eiganda hundsins.
5. Félagsmanni í HRFÍ er óheimilt að nota ættbókarfærðan hund eða tík til undaneldis
með hundi/tík af blönduðu kyni eða öðru hundakyni. Sé það gert af ásetningi er
ræktunarstjórn heimilt að víkja viðkomandi úr deildinni. Samkvæmt skilgreiningu FCI
eru allir hundar, sem ekki eru með ættbók frá hundaræktarfélagi viðurkenndu af FCI,
taldir blendingar.
6. Ræktunarstjórn skal vera félagsmanni HRFÍ til ráðgjafar og:
- aðeins vera skylt að taka til meðferðar skriflegar fyrirspurnir um ræktun og
undaneldi hunda sem eru ættbókarfærðir hjá HRFÍ og öðrum hundaræktarfélögum,
sem FCI viðurkennir.
- aðeins vera ráðgefandi aðili í fyrirspurnum félagsmanna HRFÍ um ræktun og
undaneldi.
-Ræktunarstjórn skal ennfremur:
- halda saman öllum umsögnum frá sýningum prófum og heilbrigðiskönnunum.
- halda saman upplýsingum um hugsanlega erfðagalla sem kunna að finnast í
viðkomandi hundakyni.
- koma á framfæri í Sámi og á vefsíðu ræktunardeilda, fræðslu og upplýsingum um
heilbrigði, ræktun, og undaneldi þess hundakyns sem ræktunardeildin stendur vörð
um.
7. Auk ofantalinna atriða er ræktunarstjórn skylt að takast á hendur nánar tilgreind
sérverkefni sem stjórn eða vísindanefnd HRFÍ felur því í þágu ræktunar.
8. Ræktunarstjórn skal leitast við að taka til meðferðar innan mánaðar þær skriflegu
fyrirspurnir sem berast varðandi ræktun og undaneldi. Gera má ráð fyrir lengri
afgreiðslufresti berist fyrirspurnir í jólaleyfi eða sumarleyfi.
9. Svör við fyrirspurnum skulu vera skrifleg, dagsett, og undirrituð af fulltrúa
ræktunarstjórnar.
10. Leiti tíkareigandi ráða varðandi val á hundi til undaneldis, skal ræktunarstjórn benda á
3 hunda, sé það mögulegt. Undirstrika skal, að það er alfarið ákvörðun tíkareigandans
hvaða hund hann notar.
11. Skrifleg umsókn ræktanda um val á hundi til undaneldis þarf að hafa borist stjórn
ræktunardeildar í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir væntanlegt lóðarí tíkurinnar, eigi að
vera hægt að taka hana til greina.
12. Ábending ræktunarstjórnar gildir aðeins fyrir eina pörun og aðeins í 9 mánuði eftir
dagsetningu pörunarumsóknar.
13. Uppfylli tík/hundur ekki þau skilyrði sem ræktunarmarkmið hundakynsins setur og
ættbókareglur HRFÍ kveða á um, ber að forðast allt undaneldi frá þeim.
V. Deildarsýningar
1. Ræktunardeildum HRFÍ er heimilt að halda deildarsýningar að fengnu leyfi
sýningarstjórnar og stjórnar HRFÍ. Umsókn þarf að hafa borist stjórn HRFÍ fyrir 1.
september ári áður en sýning er fyrirhuguð. Stjórn HRFÍ getur veitt undanþágu frá þessu
ákvæði.
2. Umsókninni þarf að fylgja fjárhagsáætlun, dagsetning og staður fyrirhugaðrar
sýningar og hvaða hundategundir skuli dæma. Verði hagnaður af sýningunni gengur hann
í sjóð HRFÍ. Sama á við ef tap verður af sýningunni, þá sér HRFÍ um að greiða það.
3. Tillögur um dómara þurfa að fylgja umsókn um sýningu og dómara verður að bjóða
með góðum fyrirvara, jafnvel ári eða meira. Dómara skal bjóða skriflega á bréfsefni HRFÍ
og bréfið undirritað af formanni ræktunarstjórnar og formanni HRFÍ eða sýningarstjóra.
4. Ræktunarstjórnir skulu í þeim tilgangi skipa eigin sýningarnefnd, sem ber ábyrgð á að
framkvæmd sé samkvæmt sýningareglum HRFÍ.
5. Undirbúningur og skipulag sýningar skal vera í höndum sýningarnefndar viðkomandi
deildar. Ræktunarstjórnir geta óskað eftir aðstoð sýningarstjórnar HRFÍ.
6. Starfsreglur ræktunardeilda nr. I.-V. gilda einnig um ræktunarskoðun hunda.
7. Að öðru leyti gilda sýningareglur Hundaræktarfélags Íslands.
8. Stjórn HRFÍ er heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum.
1. Markmið ræktunardeilda Hundaræktarfélags Íslands er að standa vörð um ræktun
viðkomandi hundakyns/kynja, að vera ráðgefandi og að miðla fræðslu eins og
stendur í lögum HRFÍ sjá VII kafla, greinar 19, 20, 21, 22 og 23.
II. Stofnun ræktunardeilda
Ræktunadeildir HRFÍ eru þrenns konar og eru þær skilgreindar á eftirfarandi hátt:
a) Ræktunardeild um eitt hundakyn sem kallast sérdeild. Sjá grein 1.
b) Ræktunardeild um tvö eða fleiri hundakyn sem tilheyra sama tegundahópi og hafa
svipaða meðfædda eiginleika kallast hópdeild. Sjá grein 2.
c) Í safndeild eru þau hundakyn sem ekki tilheyra sérdeild eða hópdeild. Sjá grein 3.
1. Hægt er að stofna ræktunardeild um eitt hundakyn sem telur 12 óskylda
ræktunarhunda. Þessir hundar skula hafa náð 1. einkunn á viðurkenndum
hundasýningum auk þess að teljast heilbrigðir ræktunarhæfir einstaklingar. (sérdeild
- sbr. deild íslenska fjárhundsins).
2. Til að heimild fáist til að stofna ræktunardeild um tvö eða fleiri hundakyn, þurfa þau
að vera skyld að útliti og eiginleikum. Annað kynið þarf að uppfylla sömu skilyrði og í
grein I. (Hópdeild – sbr. retrieverdeild).
3. Heimilt er að stofna safndeild um fleiri hundakyn (sbr. úrvalsdeild). Til safndeildar
teljast þau hundakyn sem tilheyra ekki öðrum sérdeildum. Í safndeild er hægt að
velja sérstaka tengiliði fyrir hvert hundakyn sem telja a.m.k. 12 eigendur sem eru
félagsmenn í HRFÍ. Tengliðir skulu gegna því hlutverki að miðla upplýsingum um
kynið og vera stjórn deildarinnar til aðstoðar eftir því sem við á hverju sinni. Stjórn
safndeildar getur sett tengiliðum sérstakar starfsreglur. Einungis þeir sem hafa
verið félagsmenn í HRFÍ í 2 ár og hafa góða þekkingu á viðkomandi hundakyni
geta gefið kost á sér sem tengiliðir. Sé tengiliður kosinn til starfa í stjórn deildarinnar
skal velja nýjan tengilið í hans stað.
4. Telji stjórn HRFÍ grundvöll vera fyrir stofnun nýrrar deildar skal tillaga þess efnis
lögð fyrir aðalfund HRFÍ til samþykktar samkvæmt 19. og 21. grein laga HRFÍ.
III. Stjórn ræktunardeildar
1. Stjórn ræktunardeildar skal skipuð fimm félagsmönnum. Einungis þeir sem hafa
verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar.
2. Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver
stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarétt og
kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi
deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn.
Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða
í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund
skal stjórn velja sér formann.
3. Í hóp- og safndeildum skal leitast eftir því að þeir sem sitja í stjórn deildarinnar séu
fulltrúar mismunandi hundakynja. Þeir sem gefa kost á sér til stjórnarstarfa í
safndeildum verða að starfa af sömu ábyrgð fyrir öll hundakyn sem tilheyra deildinni.
4. Þeir sem sitja í stjórn ræktunardeilda og nefnda ásamt tengiliðum eru fulltrúar
Hundaræktarfélags Íslands. Þeir skulu gæta trúmennsku í störfum, leggja sitt af
mörkum til að efla félagið og standa vörð um hagsmuni þess. Þeir sem valdir eru til
stjórnarstarfa þurfa að þekkja lög og reglur HRFÍ og starfa samkvæmt þeim í
sérhverju máli sem þeim er falið að vinna.
5. Stjórn ræktunardeildar skiptir með sér verkum og ber alla ábyrgð á starfsemi
deildarinnar. Stjórn getur tilnefnt í nefndir s.s. ræktunarnefnd, sýningarnefnd,
ritnefnd, tölvunefnd, göngunefnd og fl. Stjórn deildarinnar hefur yfirumsjón með
störfum þessara nefnda og skal ítrekað að henni sé fullkunnugt um alla starfsemi
sem þar fer fram hverju sinni.
6. Ársfundur ræktunardeildar skal halda í mars ár hvert. Til hans skal boðað með a.m.k.
7 daga fyrirvara í dagblaði, á heimasíðu félagsins eða í Sámi. Hlutverk ársfundar er
að velja ræktunarstjórn og taka ákvarðanir í málum, sem stjórn deildarinnar eða stjórn
HRFÍ kýs að bera undir fundinn. Stjórn ræktunardeilda skal skrifa skýrslu um
starfsemi deildarinnar ár hvert. Skýrslan skal gefa skýra mynd af ræktunarstarfi og
öðrum störfum innan deildarinnar. Þar skal einnig koma fram áætluð starfsemi á nýju
starfsári. Ræktunardeildir með eigin fjárhag s.s. vegna sýningarþjálfunar, reksturs
vefsíðu, kaffisjóðs o.þ.h. skulu sækja um kennitölu fyrir viðkomandi ræktunardeild til
Fyrirtækjaskrár og leggja fram rekstrar- og efnahagsyfirlit á ársfundi deildarinnar. Eftir
ársfund deildarinnar skal samhljóða skýrslum skilað til stjórnar HRFÍ.
7. Við stofnun nýrrar deildar skal tilgreina fimm stjórnarmenn, sem sjá um að boða til
ársfundar deildarinnar innan mánaðar frá stofnun hennar. Til fundarins skal boðað með
a.m.k. 7 daga fyrirvara í dagblaði, á vefsíðu félagsins og heimasíðu deildarinnar. Á
fyrsta ársfundi nýrrar deildar skal kjósa þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins
árs. Ávallt skal færa fundagerð á aðalfundi sem og á öðrum fundum stjórnar
ræktunardeildar. Í fundargerðabók skal koma fram dagsetning funda, helstu mál ofl.
Greina skal frá kosningu stjórnarmanna ásamt atkvæðafjölda í fundagerðabók.
8. Deild íslenska fjárhundsins ber ábyrgð á verndun, ræktun og heilbrigði íslenska
fjárhundsins í umboði stjórnar HRFÍ. Stjórn tilnefnir því fulltrúa sinn í stjórn deildarinnar
til tveggja ára í senn. Fulltrúinn situr sem áheyrnarfulltrúi með tillögurétt í stjórn díf og
er hlutverk hans að vera sérstakur tengiliður milli stjórnar HRFÍ og díf um málefni sem
varða íslenska fjárhundinn.
IV. Starfssvið ræktunarstjórna
1. Ræktunarstjórn er ráðgefandi aðili um allt er viðkemur ræktun, eðli og umhirðu
viðkomandi hundakyns. Ennfremur ber ræktunarstjórn að fræða um sögu kynsins,
heilbrigði og uppruna.
2. Stefna ræktunarstjórnar skal vera að beina allri ræktun í þá átt að einstaklingar kynsins
séu:
- Andlega og líkamlega heilbrigðir.
- Án erfðagalla.
- Uppfylli kröfur ræktunarmarkmiðs kynsins um útlit og byggingu.
- Uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um vinnueiginleika kynsins.
3. Ræktunarstjórn er einungis ráðgefandi aðili um allt er varðar ræktun ættbókarfærðra
hunda sem standast tilskyldar kröfur um undaneldi, í samræmi við ræktunarmarkmið
kynsins og ættbókarreglur HRFÍ.
4. Öll ábyrgð á ræktun hvílir alfarið á tíkareiganda og eiganda hundsins.
5. Félagsmanni í HRFÍ er óheimilt að nota ættbókarfærðan hund eða tík til undaneldis
með hundi/tík af blönduðu kyni eða öðru hundakyni. Sé það gert af ásetningi er
ræktunarstjórn heimilt að víkja viðkomandi úr deildinni. Samkvæmt skilgreiningu FCI
eru allir hundar, sem ekki eru með ættbók frá hundaræktarfélagi viðurkenndu af FCI,
taldir blendingar.
6. Ræktunarstjórn skal vera félagsmanni HRFÍ til ráðgjafar og:
- aðeins vera skylt að taka til meðferðar skriflegar fyrirspurnir um ræktun og
undaneldi hunda sem eru ættbókarfærðir hjá HRFÍ og öðrum hundaræktarfélögum,
sem FCI viðurkennir.
- aðeins vera ráðgefandi aðili í fyrirspurnum félagsmanna HRFÍ um ræktun og
undaneldi.
-Ræktunarstjórn skal ennfremur:
- halda saman öllum umsögnum frá sýningum prófum og heilbrigðiskönnunum.
- halda saman upplýsingum um hugsanlega erfðagalla sem kunna að finnast í
viðkomandi hundakyni.
- koma á framfæri í Sámi og á vefsíðu ræktunardeilda, fræðslu og upplýsingum um
heilbrigði, ræktun, og undaneldi þess hundakyns sem ræktunardeildin stendur vörð
um.
7. Auk ofantalinna atriða er ræktunarstjórn skylt að takast á hendur nánar tilgreind
sérverkefni sem stjórn eða vísindanefnd HRFÍ felur því í þágu ræktunar.
8. Ræktunarstjórn skal leitast við að taka til meðferðar innan mánaðar þær skriflegu
fyrirspurnir sem berast varðandi ræktun og undaneldi. Gera má ráð fyrir lengri
afgreiðslufresti berist fyrirspurnir í jólaleyfi eða sumarleyfi.
9. Svör við fyrirspurnum skulu vera skrifleg, dagsett, og undirrituð af fulltrúa
ræktunarstjórnar.
10. Leiti tíkareigandi ráða varðandi val á hundi til undaneldis, skal ræktunarstjórn benda á
3 hunda, sé það mögulegt. Undirstrika skal, að það er alfarið ákvörðun tíkareigandans
hvaða hund hann notar.
11. Skrifleg umsókn ræktanda um val á hundi til undaneldis þarf að hafa borist stjórn
ræktunardeildar í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir væntanlegt lóðarí tíkurinnar, eigi að
vera hægt að taka hana til greina.
12. Ábending ræktunarstjórnar gildir aðeins fyrir eina pörun og aðeins í 9 mánuði eftir
dagsetningu pörunarumsóknar.
13. Uppfylli tík/hundur ekki þau skilyrði sem ræktunarmarkmið hundakynsins setur og
ættbókareglur HRFÍ kveða á um, ber að forðast allt undaneldi frá þeim.
V. Deildarsýningar
1. Ræktunardeildum HRFÍ er heimilt að halda deildarsýningar að fengnu leyfi
sýningarstjórnar og stjórnar HRFÍ. Umsókn þarf að hafa borist stjórn HRFÍ fyrir 1.
september ári áður en sýning er fyrirhuguð. Stjórn HRFÍ getur veitt undanþágu frá þessu
ákvæði.
2. Umsókninni þarf að fylgja fjárhagsáætlun, dagsetning og staður fyrirhugaðrar
sýningar og hvaða hundategundir skuli dæma. Verði hagnaður af sýningunni gengur hann
í sjóð HRFÍ. Sama á við ef tap verður af sýningunni, þá sér HRFÍ um að greiða það.
3. Tillögur um dómara þurfa að fylgja umsókn um sýningu og dómara verður að bjóða
með góðum fyrirvara, jafnvel ári eða meira. Dómara skal bjóða skriflega á bréfsefni HRFÍ
og bréfið undirritað af formanni ræktunarstjórnar og formanni HRFÍ eða sýningarstjóra.
4. Ræktunarstjórnir skulu í þeim tilgangi skipa eigin sýningarnefnd, sem ber ábyrgð á að
framkvæmd sé samkvæmt sýningareglum HRFÍ.
5. Undirbúningur og skipulag sýningar skal vera í höndum sýningarnefndar viðkomandi
deildar. Ræktunarstjórnir geta óskað eftir aðstoð sýningarstjórnar HRFÍ.
6. Starfsreglur ræktunardeilda nr. I.-V. gilda einnig um ræktunarskoðun hunda.
7. Að öðru leyti gilda sýningareglur Hundaræktarfélags Íslands.
8. Stjórn HRFÍ er heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum.