Farið yfir undirbúning fyrir Deildarsýningu. Styrktaraðili verður Royal Canin / Dýrheimar. Verkefnum deilt út vegna undirbúnings. Búið er að koma Gagnagrunninum inn í tölvu deildarinnar og búið að setja inn nokkra hunda.
Mættar voru: Sigurbjörg, Kristín, Berglind, Ólöf Karen og Rósa
Undirbúningur fyrir aðalfund og heiðrun stigahæstu hunda. Sýningarþjálfun með breyttu fyrirkomulagi. Undirbúningur fyrir Deildarsýningu þann 18. apríl. Raðað niður í Garðheima fyrir smáhundakynningu. Eyðimerkurræktun gaf tölvu undir gagnagrunninn rætt um að koma gagnagrunninum inn í tölvu.
Fundinn ritaði: Kristín Þórmundsdóttir
Stjórnarfundur 15. september 2014
Mættar voru: Sigurbjörg, Kristín, Berglind, Ólöf Karen og Rósa
Staða deildarinnar rædd og ákveðið að leggja meiri áherslu á ræktunarstarf fremur en annað. Skipað var ræktunarráð deildarinnar. Ákveðið að senda umsókn til stjórnar HRFÍ um leyfi fyrir Deildarsýningu í tilefni af 10 ára afmæli deildarinnar á næsta ári.
Fundinn ritaði: Kristín Þórmundsdóttir
Stjórnarfundur 6. maí 2014
Mættar voru: Sigurbjörg, Kristín, Berglind, Ólöf Karen og Rósa (skype).
Stjórnin skipti með sér verkum. Sigurbjörg formaður, Kristín ritari, Ólöf Karen, Berglind og Rósa meðstjórnendur. Anna Guðný bauðst til að sjá um gjaldkerastörfin áfram fyrir deildina.
Göngur sumarsins ákveðnar. Deildin mun síðan eiga að koma að uppsetningu september sýningar þarf að skipuleggja vel
Fundinn ritaði: Kristín Þórmundsdóttir
Stjórnarfundur 4.mars 2014
Mættar voru: Sigurbjörg, Kristín, Berglind, Ólöf Karen og Rósa (skype).
Almennur undirbúningur fyrir aðalfund.
Farið var yfir ársskýrslu og uppsetningu aðalfundar 2014.
Fundinn ritaði: Ólöf Karen.
Stjórnarfundur 13. febrúar 2014
Atburðir í kringum febrúarsýningu skipulagðir. Francesco verður með fyrirlestur um Chihuahua fyrir deildina og pantaður verður matur eftir á fyrir þá deildarmeðlimi sem vilja.
Aðalfundur ákveðinn 11. mars kl.20 á skrifstofu Hrfí Síðumúla 15.
Stigahæstu hundar verða heiðraðir 14. mars kl.20 hjá Sillu í Lambaselinu.
Mættir: Silla, Begga, Ólöf, Kristín og Rósa (skype).