• Frettir
  • Deildin
    • Um deildina >
      • Tilgangur ræktunardeilda
      • Stjórn
    • Fundargerðir >
      • 2020-21
      • 2019-20
      • 2018-19
      • 2017-18
      • 2016-17
      • 2015-16
      • 2014-2015
      • 2012-2013
      • 2011-2012
      • 2010-2011
      • 2009-2010
    • Pistlar >
      • Sjálfboðastörf
      • Bikarar og önnur verðlaun
    • Greinar >
      • Svo þig langar að rækta?
      • Móðurafaáhrifin
      • Inn-ræktun, línu-ræktun, óskyld-ræktun ?
      • Hnéskeljalos
      • Stress
      • Innkall
      • Forðastu hundsbit
      • Leiktu við hundinn þinn
    • Facebook
    • Póstlisti
    • Hafa samband
  • Raektun
    • Ræktendur
    • Ræktunarkröfur
    • Pörunarbeiðnir
    • Pörunarsamningur
    • Greinar >
      • Svo þig langar að rækta?
      • Móðurafaáhrifin
      • Inn-ræktun, línu-ræktun, óskyld-ræktun ?
  • Heilsufar
    • Hnéskeljalos
  • Syningar
    • Borðar á sýningum
    • Útskýring einkunna
    • Úrslit sýninga >
      • 2020 >
        • 2020 Norðurljósa Alþ. 29.2.20
      • 2019 >
        • 2019 Norðuljósa Alþj 23.2.19
        • 2019 NKU Norðurlandas 8. juní
        • 2019 Alþj. sýning 9. júni
        • 2019 NKU Norðurlandas 24.ág
        • 2019 Alþj. sýning 25. ág
        • 2019 Norðurljósa 23.11
      • 2018 >
        • 2018 Nóv Winter Wond
        • 2018 Alþj. 26.08.18
        • 2018 NKU 25.08.18
        • 2018 Alþj. 10.06.18
        • 2018 RW og NKU 9.6.18
        • 2018 mars Norðurljósasýning
      • 2017 >
        • 2017 nóvember
        • 2017 september
        • 2017 Alþjóðleg sýning
        • 2017 RW
        • Deildarsýning apríl 2017
        • 2017 mars
      • 2016 >
        • 2016 febrúar
        • 2016 RW
        • 2016 Alþj. Sýning
        • 2016 september
        • 2016 nóvember
      • 2015 >
        • 2015 nóvember
        • 2015 september
        • 2015 júlí tvöföld
        • 2015 maí
        • Deildarsýning 18.4
        • 2015 febrúar
      • 2014 >
        • 2014 nóvember
        • 2014 september
        • 2014 júní tvöföld sýning
        • 2014 febrúar
      • 2013 >
        • 2013 nóvember
        • 2013 september
        • 2013 maí
        • 2013 febrúar
      • 2012 >
        • 2012 nóvember
        • 2012 ágúst
        • 2012 júní
        • 2012 febrúar
      • 2011 >
        • 2011 nóvember
        • 2011 ágúst
        • 2011 júní
        • 2011 mars (deildarsýning)
        • 2011 febrúar
      • 2010 >
        • 2010 nóvember
        • 2010 ágúst
        • 2010 júní
        • 2010 mars (deildarsýning)
        • 2010 febrúar
      • 2009 >
        • 2009 október
        • 2009 ágúst (dagur 1)
        • 2009 ágúst (dagur 2)
        • 2009 júní
        • 2009 mars
      • 2008 >
        • 2008 október
        • 2008 júní
        • 2008 mars
        • 2008 janúar (deildarsýning)
      • BOB & BOS '95-08
    • Stigahæstu hundar ársins >
      • 2019
      • 2018
      • 2017
      • 2016
      • 2015
      • 2014
      • 2013
      • 2019
      • 2012
      • 2011
      • 2010
      • 2009
      • 2008
      • Útreikningar stiga
    • Myndir >
      • Deildarsýning 19. mars 2011
      • Deildarsýning 6. mars 2010
      • Blandaðar sýningar
  • Meistarar
    • Alþjóðlegir meistarar C.I.B.
    • Íslenskir meistarar ISCh
    • Öldungameistarar ISVetCh
    • Ungliðameistarar ISJCh
    • NLM meistarar
  • Tegundin
    • Almennt um Chihuahua
    • FCI staðallinn á íslensku
    • FCI staðallinn á ensku
    • Ræktunarkröfur
    • Greinar >
      • Svo þig langar að rækta?
      • Móðurafaáhrifin
      • Inn-ræktun, línu-ræktun, óskyld-ræktun ?
      • Hnéskeljalos
      • Stress
      • Innkall
      • Forðastu hundsbit
      • Leiktu við hundinn þinn
  • Ymislegt
    • Myndir >
      • Af sýningum >
        • Deildarsýning 2017
        • Deildarsýning 19. mars 2011
        • Deildarsýning 6. mars 2010
        • Blandaðar sýningar
      • Úr göngum
      • Innsendar
    • Tenglar
    • Námskeið og vinna
    • Greinar >
      • Svo þig langar að rækta?
      • Móðurafaáhrifin
      • Inn-ræktun, línu-ræktun, óskyld-ræktun ?
      • Hnéskeljalos
      • Stress
      • Innkall
      • Forðastu hundsbit
      • Leiktu við hundinn þinn
    • Spurt & svarað
  • English
    • About the club
    • Rules and Regulations
    • Contact us
    • Vocabulary

Sjálfboðastörf

Mig langar að þakka öllum þeim sem hafa unnið fyrir Chihuahuadeild HRFÍ frá upphafi. Fjölmargir hafa lagt deildinni lið í gegnum tíðina og í dag hefur fjöldi sjálfboðaliða innan deildarinnar aldrei verið meiri.

Nokkrar nefndir eru innan deildarinnar, göngunefnd sem leggur til ýmsar skemmtilegar gönguleiðir fyrir eigendur til að ganga með hunda sína, kynningarnefnd sem sinnti enn einni kynningunni á haustsýningu félagsins og kallaði sér til aðstoðar eigendur með verðuga fulltrúa tegundarinnar, til að vera í kynningarbás deildarinnar. Sýningaþjálfun hefur verið í höndum félagsmanna frá upphafi deildarinnar og að sjálfsögðu öll unnin í sjálfboðavinnu fyrir hverja sýningu. Dagatalanefnd skilaði nýlega dagatali með myndum af chihuahua sem kynningarnefnd seldi í bás deildarinnar til fjáröflunar fyrir deildina okkar. Vonandi eiga fleiri dagatöl eftir að líta dagsins ljós hjá deildinni.
Heimasíða deildarinnar er öll unnin í sjálfboðavinnu og hafa nokkrir komið að því verki.

Chihuahuadeildin er þátttakandi í verkefni Hafnarfjarðarbæjar þar sem hópar taka að sér ábyrgð á ákveðnum svæðum innan Hafnarfjarðar með reglulegum hreinsunarferðum. Sá hópur sem hefur sinnt því starfi fyrir hönd Chihuahuadeildar hefur verið frekar fámennur og mikið til sama fólkið sem mætir í hvert skipti. Þessi vinna hefur nú þegar gefið vel af sér til deildarinnar og munu þeir sem verkið vinna ásamt öllum þeim sem í deildinni eru, njóta góðs af í framtíðinni eins og með öll störf sem unnin eru í þágu deildarinnar.
Stjórn deildarinnar vinnur allt árið fyrir hönd félagsmanna í sínum frítíma og reynir að stuðla að góðri deild og heilbrigðri ræktun chihuahua en um það á málið að snúast, bættan stofn chihuahua.

Vonandi er ég ekki að gleyma neinum störfum en mergur málsins hér er að öll störf eru sjálfboðastörf unnin með velferð chihuahua að leiðarljósi, af einstaklingum sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa áhuga á tegundinni chihuahua.
Þessir einstaklingar geta verið ólíkir og með ólíkar áherslur en allir leggja sitt af mörkum af bestu getu í sínum frítíma og fæstir eiga nóg af frítíma í dag.
Því leyfi ég mér að efast um réttmæti neikvæðrar gagnrýni á þessi störf, störf sem fólk af fórnfýsi gefur og leggur hjarta sitt í. Í stórum hópi er aldrei hægt að gera öllum til hæfis og ætíð má betur gera, verk mannanna eru ófullkomin en hér um leið lögð fram eins vel og hægt er hverju sinni. Forgangsröðun er huglægt mat og því ekki nein ein rétt leið en til að vinna verk þarf að forgangsraða, sundrung og óskipulag leiðir lítið af sér.

Mig langar að biðja þá sem eru fljótir til að sjá afrakstur sjálfboðavinnu í neikvæðu ljósi að setja sig í spor þeirra sem verkið unnu og muna að ef dæmið snéri að þeim, væru alveg örugglega einhverjir aðrir sem sæju neikvæðar hliðar á þeirra störfum.

Gagnrýni getur verið jákvæð en gagnrýni sem gengur út á að benda á vandamálin og að vanþakka það sem gert hefur verið, gerir ekkert annað en að draga allan mátt úr þeim sem hafa gefið tíma sinn. Fólk gefst að lokum upp við að gefa tíma sinn enda til lítils að vinna sjálfboðavinnu sem veldur fólki sársauka. Sjálfboðavinna byggir á því að þeir sem hana vinna finni til árangurs og vellíðan með að tíma þeirra sé vel varið, af hverju ætti fólk annars að standa í sjálfboðavinnu?

Störf sjálfboðaliða eru unnin í þágu heildarinnar en ekki einungis fyrir þá sem fyrir þeim standa og neikvæðni skemmir því fyrir heildinni.
Höfum það öll í huga þegar við fjöllum um störf hvers annars í deildinni, hvað við gætum verið að gera deildinni OKKAR og hvernig við viljum láta tala um okkur.

Svo svona aðeins í lokin til að minna á að við erum hluti af einhverju stærra sem er Hundaræktarfélag Íslands, félagi með nokkrar einingar eins og deildir og nefndir, einingar sem innihalda marga einstaklinga, einstaklinga sem allir hafa áhuga á hundum og velferð þeirra. Félagið er ekki aðeins stjórn þess eða stjórnir deilda eða nefndir þess, félagið erum við öll sem í því erum og þegar við erum að tala um félagið erum við að tala um okkur öll.

Hlakka til að vinna áfram með jákvæðu og uppbyggilegu fólki í frábærri deild, deildinni okkar, Chihuahuadeild HRFÍ
Halldóra Reykdal Tryggvadóttir formaður Chihuahuadeildar HRFÍ
Powered by Create your own unique website with customizable templates.