Stjórnarfundir
Stjórnarfundur 18. maí 2020
Mættir: Daníel Örn Hinriksson, Guðbjörg Jensdóttir, Kristín Þórmundsdóttir, Rósa Traustadóttir og Anna Guðný Jónsdóttir
Ársfundur taka tvö þann 02.06.2020
Undirbúningur fyrir ársfund sem haldinn verður á skrifstofu HRFÍ þriðjudaginn 2. júní kl. 20.
Ársskýrslan tilbúin og búið að senda upplýsingar um ársfundinn á HRFÍ. Einnig sett á heimasíðu og facebooksíðu deildar.
Deildarsýning 6. júní 2020 FRESTAÐ
Því miður þurfti að fresta öllu sýningarhaldi og þarmeð Deildarsýningu okkar sem halda átti þann 6. júní nk. Búið er að afturkalla dómara en þar sem búið var að panta flug og greiða fyrir það. Nú þarf að vinna í því að ná endurgreiðslu á fluginu. Búið var að panta og greiða fyrir rósetturnar munu þær koma til landsins á næstu dögum.
Rósa Traustadóttir ritari
Stjórnarfundur 24. janúar 2020
Mættir: Daníel Örn Hinriksson, Guðbjörg Jensdóttir, Kristín Þórmundsdóttir, Rósa Traustadóttir og Anna Guðný Jónsdóttir
Ársfundur 24.03.20
Undirbúningur fyrir ársfund sem haldinn verður á skrifstofu HRFÍ þriðjudaginn 24. mars kl. 20.
Ársskýrslan unnin og upplýsingar um ársfundinn sent á HRFÍ. Einnig sett á heimasíðu og facebooksíðu deildar.
Bingó
Bingó verður haldið þriðjudaginn 7. apríl nk. Bingónefnd virkjuð en Ásta María Karlsdóttir verður í forsvari fyrir nefndina sem mun safna vinningum og vinna með stjórninni. Klara Símonardóttir býður fram húsnæði. Mjög mikilvægt að vel takist til en þetta verður aðalfjármögnun fyrir deildarsýninguna í suma.
Deildarsýning 6. júní 2020
Undirbúningur fyrir deildarsýningu sem haldinn verður á sýningarsvæði HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, við fáum leyfi til að nýta alla aðstöðu þar. Þegar er búið að kaupa flug fyrir dómara sem verður Anna Lena Angeria. Ákveðið að kaupa rósettur af fyrirtækinu BIRDBROOK ROSETTES.
Norðurljósasýning 29. feb.-1. mars.
Ákveðið að nú verði einungis farandbikarar og ekki staðið undir fjármögnun eignarbikara fyrir sýningar. Farið verður út að borða á Pottinum og pönnunni og búið að gera viðburð á facebooksíðu deildarinnar.
Rósa Traustadóttir ritari
Stjórnarfundur 21. janúar 2020
Mættir: Daníel Örn Hinriksson, Guðbjörg Jensdóttir, Kristín Þórmundsdóttir, Rósa Traustadóttir
- Deildarsýning 2020
Jákvætt svar barst frá stjórn HRFÍ um leyfi til að halda deildarsýningu Chihuahuadeildar á sumarsýningu HRFÍ þann 6. júní 2020. Dómari verður Anna Lena Angeria. - Heiðrun stigahæstu hunda 2019
Heiðrun verður haldin 18. febrúar kl. 20 á skrifstofu HRFÍ. - Bingó
Stefnt er að því að halda bingó þann 1. apríl nk. í Sólheimakoti. Bingónefnd verður virkjuð mjög fljótlega. - Ársfundur Chihuahuadeildar
Ársfundur verður haldinn 24. mars 2020 á skrifstofu HRFÍ kl. 20.
Rósa Traustadóttir ritari
Stjórnarfundur 1. október 2019
Mættir: Daníel Örn Hinriksson, Kristín Þórmundsdóttir, Guðbjörg Jensdóttir, Rósa Traustadóttir og Anna Guðný Jónsdóttir.
Undirbúningur fyrir væntanlega deildarsýningu 2020. Unnin var umsókn og fjárhagsáætlun fyrir deildarsýningu/afmælissýningu deildarinnar.
Ritari Rósa Traustadóttir
Stjórnarfundur 25. sept. 2019
Ný stjórn skipuð á eftirfarandi hátt:
Daníel Örn Hinriksson formaður
Rósa Traustadóttir ritari
Anna Guðný Jónsdóttir gjaldkeri
Kristín Þórmundsdóttir og Guðbjörg Jensdóttir meðstjórnendur.
Úrvinnsla frá ársfundinum í mars; önnur mál.
Fjáröflun
Á ársfundi deildarinnar vöknuðu spurningar um hugmyndavinnu fyrir fjáröflun deildarinnar.
Upp komu ýmsar hugmyndir en Bingó var það sem flestir höfðu mestan áhuga á og hefur gefið vel af sér. Í bingónefnd var Ásta María Karlsdóttir tilbúin að vera í forsvari og bauð Klara Símonard fram húsnæði. Stjórn ákvað að boða þær á fund og ræða frekari útfæslu.
Nordic fundur í Noregi apríl 2018
Spurning kom upp hvort hægt væri að halda félagsfund um fundinn. Stjórn deildarinnar hefur þegar birt á heimasíðu deildarinnar allar upplýsingar um fundinn. Þar sem engin úr stjórn sá sér fært að mæta á fundinn sér stjórnin ekki ástæðu til að halda frekari fund um málið. Þar sem stjórn situr ekki á frekari upplýsingum.
Nýliðadagur
Upp kom sú hugmynd að endurvekja Nýliðadaginn og er stjórnin meðmælt því, og verður tekið til frekari skoðunar.
Deildarsýning 2020 - 15 ára afmælissýning deildarinnar
Stefnt er að deildarsýningu á afmælisárinu 2020, tilhögun og mögulegar dagssetningar voru ræddar.
Stjórn mun óska eftir styrktaraðilum vegna sýningarinnar.
Stig fyrir sýningarárið 2019
Stig hafa verið talin fyrir þær sýningar sem komnar eru og hafa þau verið birt á heimasíðu deildarinnar.
Ritari Rósa Traustadóttir