Velkomin á heimasíðu Chihuahuadeildar HRFÍ
Fyrsta Chihuahuagotið á Íslandi var árið 1994 og var Chihuahuadeildin formlega stofnuð árið 2005.
Tilgangur ræktunardeilda er að standa vörð um ræktun tegundar, vera ráðgefandi og miðla fræðslu.
Deildin stendur reglulega fyrir fræðslu og viðburðum og má sjá viðburði á Facebooksíðu deildarinnar HÉR
Allir viðburðir eru eingöngu auglýstir á Facebooksíðu deildarinnar sem og hún nýtt til að deila helstu fréttum.
Chihuahuadeild Hundaræktarfélags Íslands er aðili að ICC (International Chihuahua Club) en það eru regnhlífasamtök Chihuahuaklúbba í heiminum.
Samvinna og deiling upplýsinga ásamt stuðningi við ræktendur tegundarinnar eru megin markmið samtakanna en einnig er Chihuahuadeild HRFÍ hluti af Nordic Chihuahua Club sem eru samtök ræktunardeilda á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum og hefur mikið af upplýsingum um heilsufar og ræktun komið úr því samstarfi.