Hnéskeljalos
Höf. Klara Símonardóttir, chihuahua.is
Hnéskeljalos er sjúkdómur sem hrjáir marga smáhunda í dag. Einkenni sjúkdómsins er einna helst helti en ytri einkenni koma iðulega ekki fram fyrr en sjúkdómurinn er kominn á nokkuð hátt stig.
Hvað er hnéskeljalos?
Hnéskeljalos er sjúkdómsheiti á ástandi sem verður þegar hnéskel hleypur út af sinni réttu braut en hnéskelin á að hreyfast upp og niður með hreyfingu fótar. Þegar hnéskeljalos er til staðar getur hnéskelin hlaupið úr grófinni sem hún á að sitja í út til annarar hvorrar hliðarinnar. Hnéskeljalos var áður fyrr talið smáhundavandamál en aukning hefur verið í greiningu á sjúkdóminum hjá stærri tegundum á síðustu árum.
Almennt er talið að hnéskeljalos komi til vegna erfða en þó eru einstaka tilfelli talin álags- eða áverkatengd en það á helst við þegar los kemur skyndilega upp í 5-8 ára hundum sem hafa þangað til verið án hnéskeljaloss. Hlutur umhverfisþátta í hnéskeljalosi er óþekktur en talið er víst að aukin þyngd auki á losið.
Mjög misjafnt er hversu mikið hnéskeljalos háir hundinum, bæði fer það eftir alvarleika lossins og einnig er það einstaklingsbundið en tveir hundar með sömu gráðun á losi geta sýnt mjög mismunandi einkenni. Helti er aðal einkenni hnéskeljaloss en hundurinn gerir sitt besta til þess að þurfa ekki að leggja mikið fótinn ef ástandið er slæmt. Suma hunda hrjáir lítið hnéskeljalos nánast ekkert og haltra þeir aðeins einstaka sinnum, aðrir hundar eru með það mikið hnéskeljalos að þeir hafa afar takmarkaða hreyfigetu, eiga erfitt með hopp og spretti og gera sitt besta með líkamsstöðu og beitingu til að álagið verði sem minnst á afturhlutann en álag verður þá mun meira á önnur svæði líkamans í staðinn.
Hnéskeljalos getur aukist með aldri hundsins og eykur líkur á gigtar- og bólgumyndun í liðunum í kring.
Hnéskeljalos er ekki bundið við hreinræktaða hunda en tíðni þess er mis há eftir tegundum. Þær tegundir sem helst er talað um hnéskeljalos í eru m.a. Pomeranian, Yorkshire terrier, Poodle, Maltese, Chihuahua, Boston terrier o.fl. en skoða má í töflu 1 þær tegundir sem oftast hafa greinst með hnéskeljalos skv. tölum frá OFA í Bandaríkjunum (Orthopedic Foundation for Animals). Til þess að tegund fari inn á þennan lista þurfa að hafa borist vottorð fyrir amk. 50 hunda og er fjöldi vottorða fyrir hverja tegund mjög misjafn. Tafla 2 sýnir algengi hnéskeljaloss í þeim 11 tegundum á listanum þar sem yfir þúsund vottorðum hefur verið skilað inn. Á Íslandi er skylt að skoða 4 hundategundir fyrir pörun (sjá töflu 3) og eru kröfurnar settar til þess að hægt sé að kanna ástand stofnanna en þar sem mjög lítið er vitað um hvernig sjúkdómurinn erfist hafa ekki verið settar frekar ræktunarkröfur.
Greining:
Greining á hnéskeljalosi fer fram hjá dýralækni og þarf dýralæknirinn að þreifa stöðu hnéskeljanna á meðan hundurinn stendur í alla fjóra fæturna og sjá hvort hnéskelin er á réttum stað og hvort hægt er að færa hana til.
Gráðuninni er skipt í 3 stig (fyrir utan 0) en skalinn var áður 0-4
Gráða 0 – Hundurinn er ekki með hnéskeljalos við skoðun og hnéskelin föst á sínum stað.
Gráða 1 – Hægt er að ýta hnéskelinni til en hún fer aftur á sinn stað
Gráða 2 – Hnéskelin þvælist mikið utan grófarinnar en getur smollið á sinn stað sérstaklega ef hundurinn réttir úr fætinum
Gráða 3- Hnéskelin er almennt utan grófarinnar og erfitt er að færa hana á sinn stað ásamt því sem hún helst illa þar.
Meðferð:
Ómögulegt er að koma alveg í veg fyrir hnéskeljalos þar sem ekki er vitað hvernig það erfist og að hve miklu leyti enda er það þekkt að upp komi hnéskeljalos undan foreldrum og ættum án loss. Þó vona flestir og telja að það megi e.t.v. minnka líkurnar eitthvað að nota sem heilbrigðasta hunda til undaneldis.
Þegar hnéskeljalos kemur upp í skoðun gráðar dýralæknir hundinn og ræður gráðunin ásamt einkennum til hvaða ef einhverra aðgerða er gripið. Ef losið er vægt er yfirleitt aðeins mælt með reglulegri skoðun, réttri hreyfingu og því að þess sé gætt að hundurinn haldist í kjörþyngd. Rétt hreyfing fyrir hunda með hnéskeljalos er talin bein ganga á vatnshlaupabretti en þar sem það er í boði á mjög fáum stöðum hafa dýralæknar einnig bent á að bein ganga á sléttu undirlagi hjálpi til við að byggja upp vöðvana sem eiga halda hnéskelinni á sínum stað. Hlaup í þýfðu landi eru almennt ekki talin góð fyrir hunda með hnéskeljalos. Bætiefni fyrir liði, Glucosamine/Condritine og Omega 3 eru talin hafa góð áhrif á hnéskeljalos en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á langtímaáhrifum og aldrei skal hefja töku bætiefni án samráðs við dýralækni.
Þegar mikið hnéskeljalos er til staðar sem hefur mikil áhrif á lífsgæði hundsins eru fá önnur úrræði í boði en bólgu- og verkjastilling eða aðgerð. Aðgerðirnar skila ágætum árangri ef losið er miðlungs til mikið en sé það mjög mikið er ekki víst að aðgerð bæti ástand hundsins alveg þó hún geti létt á einkennum í einhvern tíma enda geta þá skemmdir á svæðinu verið óafturkræfar. Aðgerð við hnéskeljalosi tekur ekki langan tíma ein og sér en hún er mjög kostnaðarsöm og gera má ráð fyrir 2-3 mánuðum í endurhæfingu og sjúkraþjálfun eftir aðgerðina en hún er aðeins gerð á öðrum fætinum í einu.
Heimildir:
Orthopedic Fountadion for Animals
Working dogs magazine
American College of Veterinary Surgeons
International Veterinary Information Service
Tegund
Fjöldi skoðana
% í lagi
% með los
Pomeranian
1
472
57,6
42,4
Yorkshire Terrier
2
216
74,5
25,5
*Boykin Spaniel
3
84
79,8
20,2
Amerískur Cokcer Spaniel
4
698
83,3
16,7
Ástralskur Terrier
5
112
88,4
11,6
Eurasier
6
52
88,5
11,5
*Mi-Ki
7
175
88,6
11,4
Japanese Chin
8
107
88,8
11,2
Shetland Sheepdog
9
54
88,9
11,1
Chow Chow
10
304
89,5
10,5
Bedlington Terrier
11
101
90,1
9,9
Lhasa Apso
12
84
90,5
9,5
Tíbet Spaniel
13
64
90,6
9,4
Shar Pei
14
234
91,0
9,0
Labrador Retriver
15
465
91,8
8,2
*Tegundir ekki samþykktar af FCI
Tegundir með yfir 1000 vottorð
Tegund
Fjöldi skoðana
% í lagi
% með los
Boston Terrier
23
1437
94,5
5,5
Bichon Frise
24
1393
94,7
5,3
Coton de Tulear
29
1113
95,4
4,6
French Bulldog
30
1022
95,4
4,6
Poodle
33
1406
95,7
4,3
Border Terrier
47
1082
96,9
3,1
Havanese
49
3077
97,1
2,9
Cavalier King Charles Spaniel
59
3570
97,8
2,2
Flat-coated Retriever
67
1684
98,3
1,7
Newfoundland
91
1236
99,4
0,6
Mastiff
92
2152
99,7
0,3
Tegundir sem skylt er að hnéskeljaskoða fyrir pörun á íslandi
Tegund
Fjöldi skoðana
% í lagi
% með los
Chihuahua
22
800
94,4
5,6
Papillon
42
982
96,1
3,9
Miniature Pincher
48
139
97,1
2,9
King Charles Spaniel*
Undir 50
Cavalier King Charles Spaniel**
59
3570
97,8
2,2
*Nær ekki inn á lista yfir 100 tegund þar sem ekki hafa verið send inn yfir 50 vottorð.
**Ekki er skylt að hnéskeljaskoða fyrir pörun en gert er ráð fyrir hnéskeljaskoðun við hjartahlustun (sem er skylda fyrir pörun).
Hnéskeljalos er sjúkdómur sem hrjáir marga smáhunda í dag. Einkenni sjúkdómsins er einna helst helti en ytri einkenni koma iðulega ekki fram fyrr en sjúkdómurinn er kominn á nokkuð hátt stig.
Hvað er hnéskeljalos?
Hnéskeljalos er sjúkdómsheiti á ástandi sem verður þegar hnéskel hleypur út af sinni réttu braut en hnéskelin á að hreyfast upp og niður með hreyfingu fótar. Þegar hnéskeljalos er til staðar getur hnéskelin hlaupið úr grófinni sem hún á að sitja í út til annarar hvorrar hliðarinnar. Hnéskeljalos var áður fyrr talið smáhundavandamál en aukning hefur verið í greiningu á sjúkdóminum hjá stærri tegundum á síðustu árum.
Almennt er talið að hnéskeljalos komi til vegna erfða en þó eru einstaka tilfelli talin álags- eða áverkatengd en það á helst við þegar los kemur skyndilega upp í 5-8 ára hundum sem hafa þangað til verið án hnéskeljaloss. Hlutur umhverfisþátta í hnéskeljalosi er óþekktur en talið er víst að aukin þyngd auki á losið.
Mjög misjafnt er hversu mikið hnéskeljalos háir hundinum, bæði fer það eftir alvarleika lossins og einnig er það einstaklingsbundið en tveir hundar með sömu gráðun á losi geta sýnt mjög mismunandi einkenni. Helti er aðal einkenni hnéskeljaloss en hundurinn gerir sitt besta til þess að þurfa ekki að leggja mikið fótinn ef ástandið er slæmt. Suma hunda hrjáir lítið hnéskeljalos nánast ekkert og haltra þeir aðeins einstaka sinnum, aðrir hundar eru með það mikið hnéskeljalos að þeir hafa afar takmarkaða hreyfigetu, eiga erfitt með hopp og spretti og gera sitt besta með líkamsstöðu og beitingu til að álagið verði sem minnst á afturhlutann en álag verður þá mun meira á önnur svæði líkamans í staðinn.
Hnéskeljalos getur aukist með aldri hundsins og eykur líkur á gigtar- og bólgumyndun í liðunum í kring.
Hnéskeljalos er ekki bundið við hreinræktaða hunda en tíðni þess er mis há eftir tegundum. Þær tegundir sem helst er talað um hnéskeljalos í eru m.a. Pomeranian, Yorkshire terrier, Poodle, Maltese, Chihuahua, Boston terrier o.fl. en skoða má í töflu 1 þær tegundir sem oftast hafa greinst með hnéskeljalos skv. tölum frá OFA í Bandaríkjunum (Orthopedic Foundation for Animals). Til þess að tegund fari inn á þennan lista þurfa að hafa borist vottorð fyrir amk. 50 hunda og er fjöldi vottorða fyrir hverja tegund mjög misjafn. Tafla 2 sýnir algengi hnéskeljaloss í þeim 11 tegundum á listanum þar sem yfir þúsund vottorðum hefur verið skilað inn. Á Íslandi er skylt að skoða 4 hundategundir fyrir pörun (sjá töflu 3) og eru kröfurnar settar til þess að hægt sé að kanna ástand stofnanna en þar sem mjög lítið er vitað um hvernig sjúkdómurinn erfist hafa ekki verið settar frekar ræktunarkröfur.
Greining:
Greining á hnéskeljalosi fer fram hjá dýralækni og þarf dýralæknirinn að þreifa stöðu hnéskeljanna á meðan hundurinn stendur í alla fjóra fæturna og sjá hvort hnéskelin er á réttum stað og hvort hægt er að færa hana til.
Gráðuninni er skipt í 3 stig (fyrir utan 0) en skalinn var áður 0-4
Gráða 0 – Hundurinn er ekki með hnéskeljalos við skoðun og hnéskelin föst á sínum stað.
Gráða 1 – Hægt er að ýta hnéskelinni til en hún fer aftur á sinn stað
Gráða 2 – Hnéskelin þvælist mikið utan grófarinnar en getur smollið á sinn stað sérstaklega ef hundurinn réttir úr fætinum
Gráða 3- Hnéskelin er almennt utan grófarinnar og erfitt er að færa hana á sinn stað ásamt því sem hún helst illa þar.
Meðferð:
Ómögulegt er að koma alveg í veg fyrir hnéskeljalos þar sem ekki er vitað hvernig það erfist og að hve miklu leyti enda er það þekkt að upp komi hnéskeljalos undan foreldrum og ættum án loss. Þó vona flestir og telja að það megi e.t.v. minnka líkurnar eitthvað að nota sem heilbrigðasta hunda til undaneldis.
Þegar hnéskeljalos kemur upp í skoðun gráðar dýralæknir hundinn og ræður gráðunin ásamt einkennum til hvaða ef einhverra aðgerða er gripið. Ef losið er vægt er yfirleitt aðeins mælt með reglulegri skoðun, réttri hreyfingu og því að þess sé gætt að hundurinn haldist í kjörþyngd. Rétt hreyfing fyrir hunda með hnéskeljalos er talin bein ganga á vatnshlaupabretti en þar sem það er í boði á mjög fáum stöðum hafa dýralæknar einnig bent á að bein ganga á sléttu undirlagi hjálpi til við að byggja upp vöðvana sem eiga halda hnéskelinni á sínum stað. Hlaup í þýfðu landi eru almennt ekki talin góð fyrir hunda með hnéskeljalos. Bætiefni fyrir liði, Glucosamine/Condritine og Omega 3 eru talin hafa góð áhrif á hnéskeljalos en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á langtímaáhrifum og aldrei skal hefja töku bætiefni án samráðs við dýralækni.
Þegar mikið hnéskeljalos er til staðar sem hefur mikil áhrif á lífsgæði hundsins eru fá önnur úrræði í boði en bólgu- og verkjastilling eða aðgerð. Aðgerðirnar skila ágætum árangri ef losið er miðlungs til mikið en sé það mjög mikið er ekki víst að aðgerð bæti ástand hundsins alveg þó hún geti létt á einkennum í einhvern tíma enda geta þá skemmdir á svæðinu verið óafturkræfar. Aðgerð við hnéskeljalosi tekur ekki langan tíma ein og sér en hún er mjög kostnaðarsöm og gera má ráð fyrir 2-3 mánuðum í endurhæfingu og sjúkraþjálfun eftir aðgerðina en hún er aðeins gerð á öðrum fætinum í einu.
Heimildir:
Orthopedic Fountadion for Animals
Working dogs magazine
American College of Veterinary Surgeons
International Veterinary Information Service
Tegund
Fjöldi skoðana
% í lagi
% með los
Pomeranian
1
472
57,6
42,4
Yorkshire Terrier
2
216
74,5
25,5
*Boykin Spaniel
3
84
79,8
20,2
Amerískur Cokcer Spaniel
4
698
83,3
16,7
Ástralskur Terrier
5
112
88,4
11,6
Eurasier
6
52
88,5
11,5
*Mi-Ki
7
175
88,6
11,4
Japanese Chin
8
107
88,8
11,2
Shetland Sheepdog
9
54
88,9
11,1
Chow Chow
10
304
89,5
10,5
Bedlington Terrier
11
101
90,1
9,9
Lhasa Apso
12
84
90,5
9,5
Tíbet Spaniel
13
64
90,6
9,4
Shar Pei
14
234
91,0
9,0
Labrador Retriver
15
465
91,8
8,2
*Tegundir ekki samþykktar af FCI
Tegundir með yfir 1000 vottorð
Tegund
Fjöldi skoðana
% í lagi
% með los
Boston Terrier
23
1437
94,5
5,5
Bichon Frise
24
1393
94,7
5,3
Coton de Tulear
29
1113
95,4
4,6
French Bulldog
30
1022
95,4
4,6
Poodle
33
1406
95,7
4,3
Border Terrier
47
1082
96,9
3,1
Havanese
49
3077
97,1
2,9
Cavalier King Charles Spaniel
59
3570
97,8
2,2
Flat-coated Retriever
67
1684
98,3
1,7
Newfoundland
91
1236
99,4
0,6
Mastiff
92
2152
99,7
0,3
Tegundir sem skylt er að hnéskeljaskoða fyrir pörun á íslandi
Tegund
Fjöldi skoðana
% í lagi
% með los
Chihuahua
22
800
94,4
5,6
Papillon
42
982
96,1
3,9
Miniature Pincher
48
139
97,1
2,9
King Charles Spaniel*
Undir 50
Cavalier King Charles Spaniel**
59
3570
97,8
2,2
*Nær ekki inn á lista yfir 100 tegund þar sem ekki hafa verið send inn yfir 50 vottorð.
**Ekki er skylt að hnéskeljaskoða fyrir pörun en gert er ráð fyrir hnéskeljaskoðun við hjartahlustun (sem er skylda fyrir pörun).