FCI staðall tegundarinnar
Ræktunarmarkmið FCI nr. 218 / 23.06.2004/ÍS
CHIHUAHUA (Chihuahueño)
ÞÝÐING: Brynja Tomer. Endurskoðað af ættbókarnefnd HRFÍ.
UPPRUNALAND : Mexíkó.
GILT RÆKTUNARMARKMIÐ ÚTGEFIÐ : 24. mars 2004.
EIGINLEIKAR : Heimilishundur.
FLOKKUN FCI : Tegundahópur 9. Heimilishundar og smáhundar.
Flokkur 6, Chihuahueño.
Vinnuprófa er ekki krafist.
SAGA: Chihuahua, sem er álitin minnsta hundategund í heimi, dregur nafn sitt af stærsta ríki í Mexíkó (Chihuahua). Talið er að þar hafi hundarnir lifað villtir og að á tímum Tolteka hafi frumbyggjar tekið þá úr náttúrulegu umhverfi sínu og hænt þá að sér. Smáhundar sem nefndir voru Techichi héldu til í Tula og gætir áhrifa þeirra í skreytingum á byggingum frá þessum tíma. Þessum smáhundum svipar mjög til chiuhuahua eins og þeir líta út nú á tímum.
HEILDARSVIPUR : Hundurinn er þéttvaxinn. Meginmáli skiptir að höfuðið sé líkt epli að lögun og að hundurinn beri miðlungslangt skottið hátt, ýmist í sveig eða hálfhringað vísandi að mjóhryggnum.
MIKILVÆG HLUTFÖLL : Búkur er örlítið lengri en hæð hunds á herðakamb. Þó er æskilegt að rakkar séu nánast ferningslaga, en tíkur mega vera nokkuð lengri í ljósi þess að þær þurfa að bera hvolpa.
EIGINLEIKAR OG LUND: Snaggaralegur, vökull, fjörlegur og mjög hugrakkur.
HÖFUÐ :
Höfuðkúpa : Vel kúpt, lík epli í lögun (sérkenni tegundarinnar). Hundar án lindarbletts (fontanelle) eru eftirsóknarverðari, þótt lítill lindarlettur sé ásættanlegur.
Ennisbrún: Áberandi, djúp og breið þannig að kúpt ennið bungar út yfir trýnisrótina.
Nef: Í meðallagi stutt og vísar örlítið upp á við. Allir litir leyfðir.
Trýni: Stutt og beint séð frá hlið. Trýnið er breiðast við rótina og mjókkar fram.
Varir : Þunnar og liggja þétt að kjálkum.
Kinnar: Sléttar og hæfilega mótaðar.
Bit og tennur : Skærabit eða tangarbit. Undirbit eða yfirbit telst mjög alvarlegur galli og ennfremur ef efri eða neðri kjálki eru ekki eðlilegir að lögun.
Augu: Stór og frekar kringlótt, mjög dökk, vökul og aldrei útstæð. Ljós augnlitur er ásættanlegur en ekki æskilegur.
Eyru: Stór, upprétt og mjög opin. Þau eru breið við höfuðið, en mjókka upp á við og eru svolítið ávöl í endann. Þegar hundurinn er í hvíld vísa eyrun út til hliðanna þannig að þau mynda 45º horn.
HÁLS:
Efri hluti örlítið hvelfdur.
Lengd: Miðlungslangur.
Lögun: Breiðari á rökkum en tíkum.
Húð: Engar húðfellingar. Sérlega eftirsóknarvert á síðhærðum hundum er að löng feldhár myndi kraga á hálsinum.
BOLUR: Þéttur og vel byggður.
Yfirlína: Bein.
Herðakambur: Lítið áberandi.
Bak: Stutt og stinnt.
Mjóhryggur : Mjög vöðvastæltur
Spjaldhryggur : Breiður og sterklegur, næstum beinn eða örlítið hallandi.
Brjóstkassi: Breiður og djúpur, með vel hvelfdum rifbeinum. Rúmgóður þegar horft er framan á hann, en þó ekki ýktur. Séð frá hlið nær hann niður að olnbogum, aldrei tunnulaga.
Kviður : Er augsýnilega uppdreginn. Slappur kviður er ásættanlegur, en ekki eftirsóknarverður.
SKOTT: Hátt ásett, virðist flatt. Miðlungslangt, breiðast við skottrót og mjókkar að skottenda. Skottstaðan er mikilvægt tegundareinkenni. Á hreyfingu ber hundurinn skottið ýmist í sveig eða hálfhringað vísandi að mjóhryggnum; þannig næst jafnvægi í líkama hundsins. Hundur á hreyfingu á hvorki að leggja skottið milli afturlappanna né á skottið að liggja hringað fyrir neðan baklínu hundsins. Skotthár eru í samræmi við hárafar hundsins. Skott á síðhærðum hundum minnir á fjaðraskúf. Hundurinn leggur skottið niður þegar hann er í hvíld og myndast þá örlítill krókur á endanum.
ÚTLIMIR :
Framhluti : Framfætur eru beinir og fremur langir. Séðir framan frá þá mynda þeir beina línu við olnboga og séðir frá hlið eru þeir lóðréttir.
Bógur : Þéttur og í meðallagi vöðvastæltur. Góðar liðbeygjur eiga að vera milli herðablaðs og efri hluta fótleggs.
Olnbogar : Stinnir og liggja vel að búk sem tryggir frjálsar hreyfingar.
Kjúkur : Svolítið hallandi, sterkar og sveigjanlegar.
Bakhluti: Afturfætur vel vöðvastæltir, langir, lóðréttir og samsíða. Góðar liðbeygjur eiga að vera við mjaðmir, hné og hækla, í samræmi við liðbeygjur á framhluta.
Hækilbein: Stutt með stæltum hásinum; séð aftan frá, eru þau vel aðskilin , bein og lóðrétt.
LOPPUR: Loppur eru mjög litlar og sporöskjulaga. Bil er milli táa, en þær eiga ekki að vera glenntar. (Loppur eiga hvorki að minna á héra- né kattaloppur.) Klær eiga að vera sérlega vel hvelfdar og hæfilega langar. Þófar eru stinnir og mjög eftirgefanlegir. Spora á að fjarlægja nema í löndum þar sem það er bannað samkvæmt lögum.
ATHUGASEMD: Á Íslandi er bannað að fjarlægja úlfaklær/spora.
GANGLAG / HREYFINGAR: Chihuahua er skreflangur, hefur fjaðurmagnað, tápmikið og kröftugt ganglag, góða yfirferð og spyrnu. Þegar horft er aftan á hundinn, eiga afturfætur að vera nánast samsíða, þannig að afturloppa stígi beint í spor framloppu. Við aukinn hraða hafa fætur tilhneigingu til að leita í sama spor (sama þyngdarpunkt). Hreyfingar eru liprar og átakalausar. Höfuðburður ávallt reistur og bakið stinnt.
HÚÐ: Slétt og eftirgefanleg á öllum búknum.
FELDUR
Hárafar er með tvennu móti.
LITUR: Allir feldlitir og öll litaafbrigði eru viðurkennd.
ÞYNGD: Hæð chihuahua er ekki mæld, heldur er eingöngu miðað við þyngd hundsins.
Æskilegast er að hann sé 1,5 - 3 kg. að þyngd, en ásættanlegt að hann sé á bilinu 500 g - 1,5 kg. Óásættanlegt er að hann sé þyngri en 3 kg.
GALLAR: Öll frávik frá ofangreindri lýsingu eru gallar sem skulu dæmast í réttu hlitfalli við frávik frá ræktunarmarkmiðinu.
ALVARLEGIR GALLAR:
ÓÁSÆTTANLEGIR GALLAR:
Hundur með augljósa líkams- eða hegðunargalla fær einkunnina 0.
ATUGIÐ: Bæði eistu skulu vera af eðlilegri stærð og rétt staðsett í pungnum.
Það sem er feitletrað í textanum tók gildi í September 2004.
CHIHUAHUA (Chihuahueño)
ÞÝÐING: Brynja Tomer. Endurskoðað af ættbókarnefnd HRFÍ.
UPPRUNALAND : Mexíkó.
GILT RÆKTUNARMARKMIÐ ÚTGEFIÐ : 24. mars 2004.
EIGINLEIKAR : Heimilishundur.
FLOKKUN FCI : Tegundahópur 9. Heimilishundar og smáhundar.
Flokkur 6, Chihuahueño.
Vinnuprófa er ekki krafist.
SAGA: Chihuahua, sem er álitin minnsta hundategund í heimi, dregur nafn sitt af stærsta ríki í Mexíkó (Chihuahua). Talið er að þar hafi hundarnir lifað villtir og að á tímum Tolteka hafi frumbyggjar tekið þá úr náttúrulegu umhverfi sínu og hænt þá að sér. Smáhundar sem nefndir voru Techichi héldu til í Tula og gætir áhrifa þeirra í skreytingum á byggingum frá þessum tíma. Þessum smáhundum svipar mjög til chiuhuahua eins og þeir líta út nú á tímum.
HEILDARSVIPUR : Hundurinn er þéttvaxinn. Meginmáli skiptir að höfuðið sé líkt epli að lögun og að hundurinn beri miðlungslangt skottið hátt, ýmist í sveig eða hálfhringað vísandi að mjóhryggnum.
MIKILVÆG HLUTFÖLL : Búkur er örlítið lengri en hæð hunds á herðakamb. Þó er æskilegt að rakkar séu nánast ferningslaga, en tíkur mega vera nokkuð lengri í ljósi þess að þær þurfa að bera hvolpa.
EIGINLEIKAR OG LUND: Snaggaralegur, vökull, fjörlegur og mjög hugrakkur.
HÖFUÐ :
Höfuðkúpa : Vel kúpt, lík epli í lögun (sérkenni tegundarinnar). Hundar án lindarbletts (fontanelle) eru eftirsóknarverðari, þótt lítill lindarlettur sé ásættanlegur.
Ennisbrún: Áberandi, djúp og breið þannig að kúpt ennið bungar út yfir trýnisrótina.
Nef: Í meðallagi stutt og vísar örlítið upp á við. Allir litir leyfðir.
Trýni: Stutt og beint séð frá hlið. Trýnið er breiðast við rótina og mjókkar fram.
Varir : Þunnar og liggja þétt að kjálkum.
Kinnar: Sléttar og hæfilega mótaðar.
Bit og tennur : Skærabit eða tangarbit. Undirbit eða yfirbit telst mjög alvarlegur galli og ennfremur ef efri eða neðri kjálki eru ekki eðlilegir að lögun.
Augu: Stór og frekar kringlótt, mjög dökk, vökul og aldrei útstæð. Ljós augnlitur er ásættanlegur en ekki æskilegur.
Eyru: Stór, upprétt og mjög opin. Þau eru breið við höfuðið, en mjókka upp á við og eru svolítið ávöl í endann. Þegar hundurinn er í hvíld vísa eyrun út til hliðanna þannig að þau mynda 45º horn.
HÁLS:
Efri hluti örlítið hvelfdur.
Lengd: Miðlungslangur.
Lögun: Breiðari á rökkum en tíkum.
Húð: Engar húðfellingar. Sérlega eftirsóknarvert á síðhærðum hundum er að löng feldhár myndi kraga á hálsinum.
BOLUR: Þéttur og vel byggður.
Yfirlína: Bein.
Herðakambur: Lítið áberandi.
Bak: Stutt og stinnt.
Mjóhryggur : Mjög vöðvastæltur
Spjaldhryggur : Breiður og sterklegur, næstum beinn eða örlítið hallandi.
Brjóstkassi: Breiður og djúpur, með vel hvelfdum rifbeinum. Rúmgóður þegar horft er framan á hann, en þó ekki ýktur. Séð frá hlið nær hann niður að olnbogum, aldrei tunnulaga.
Kviður : Er augsýnilega uppdreginn. Slappur kviður er ásættanlegur, en ekki eftirsóknarverður.
SKOTT: Hátt ásett, virðist flatt. Miðlungslangt, breiðast við skottrót og mjókkar að skottenda. Skottstaðan er mikilvægt tegundareinkenni. Á hreyfingu ber hundurinn skottið ýmist í sveig eða hálfhringað vísandi að mjóhryggnum; þannig næst jafnvægi í líkama hundsins. Hundur á hreyfingu á hvorki að leggja skottið milli afturlappanna né á skottið að liggja hringað fyrir neðan baklínu hundsins. Skotthár eru í samræmi við hárafar hundsins. Skott á síðhærðum hundum minnir á fjaðraskúf. Hundurinn leggur skottið niður þegar hann er í hvíld og myndast þá örlítill krókur á endanum.
ÚTLIMIR :
Framhluti : Framfætur eru beinir og fremur langir. Séðir framan frá þá mynda þeir beina línu við olnboga og séðir frá hlið eru þeir lóðréttir.
Bógur : Þéttur og í meðallagi vöðvastæltur. Góðar liðbeygjur eiga að vera milli herðablaðs og efri hluta fótleggs.
Olnbogar : Stinnir og liggja vel að búk sem tryggir frjálsar hreyfingar.
Kjúkur : Svolítið hallandi, sterkar og sveigjanlegar.
Bakhluti: Afturfætur vel vöðvastæltir, langir, lóðréttir og samsíða. Góðar liðbeygjur eiga að vera við mjaðmir, hné og hækla, í samræmi við liðbeygjur á framhluta.
Hækilbein: Stutt með stæltum hásinum; séð aftan frá, eru þau vel aðskilin , bein og lóðrétt.
LOPPUR: Loppur eru mjög litlar og sporöskjulaga. Bil er milli táa, en þær eiga ekki að vera glenntar. (Loppur eiga hvorki að minna á héra- né kattaloppur.) Klær eiga að vera sérlega vel hvelfdar og hæfilega langar. Þófar eru stinnir og mjög eftirgefanlegir. Spora á að fjarlægja nema í löndum þar sem það er bannað samkvæmt lögum.
ATHUGASEMD: Á Íslandi er bannað að fjarlægja úlfaklær/spora.
GANGLAG / HREYFINGAR: Chihuahua er skreflangur, hefur fjaðurmagnað, tápmikið og kröftugt ganglag, góða yfirferð og spyrnu. Þegar horft er aftan á hundinn, eiga afturfætur að vera nánast samsíða, þannig að afturloppa stígi beint í spor framloppu. Við aukinn hraða hafa fætur tilhneigingu til að leita í sama spor (sama þyngdarpunkt). Hreyfingar eru liprar og átakalausar. Höfuðburður ávallt reistur og bakið stinnt.
HÚÐ: Slétt og eftirgefanleg á öllum búknum.
FELDUR
Hárafar er með tvennu móti.
- Snöggur feldur: Feldhár eru stutt og liggja þétt að öllum líkamanum. Hafi hundur undirfeld má yfirfeldur vera svolítið lengri. Á kvið og framan á hálsi má hann vera gisinn. Feldur nokkru lengri á makka og skotti. Feldhár á trýni og eyrum eru stutt. Feldur er gljáandi og mjúkur viðkomu. Hárlausir hundar eru ekki ásættanlegir.
- Síður feldur: Feldhár eiga að vera fíngerð, silkikennd og ýmist slétt eða lítillega bylgjuð. Æskilegt er að undirfeldur sé ekki of þykkur. Hár eru löng og fjaðurkennd á eyrum, fánar á hálsi, aftan á fótleggjum , loppum og skotti. Óásættanlegt er að feldur sé síður og úfinn.
LITUR: Allir feldlitir og öll litaafbrigði eru viðurkennd.
ÞYNGD: Hæð chihuahua er ekki mæld, heldur er eingöngu miðað við þyngd hundsins.
Æskilegast er að hann sé 1,5 - 3 kg. að þyngd, en ásættanlegt að hann sé á bilinu 500 g - 1,5 kg. Óásættanlegt er að hann sé þyngri en 3 kg.
GALLAR: Öll frávik frá ofangreindri lýsingu eru gallar sem skulu dæmast í réttu hlitfalli við frávik frá ræktunarmarkmiðinu.
- Skortur á tönnum.
- "Tvöfaldur tanngarður" (hvolpatennur hjá fullorðnum hundum).
- Vanskapaðir kjálkar.
- Oddhvöss eyru.
- Stuttur háls.
- Langur bolur.
- Kryppa eða söðulbak. (Lordosis or Kyphosis).
- Brattur spjaldhryggur.
- Mjó bringa, flatur brjóstkassi.
- Röng skottstaða, stutt eða snúið skott.
- Stuttir fótleggir.
- Útstæðir olnbogar.
- Nágengur að aftan.
ALVARLEGIR GALLAR:
- Mjó höfuðkúpa.
- Lítil augu, djúpstæð eða útstæð.
- Langt trýni.
- Undirbit eða yfirbit.
- Hnéskeljalos.
ÓÁSÆTTANLEGIR GALLAR:
- Árásargjarn eða mjög hlédrægur hundur.
- Hundur sem minnir á hjört (hundur sem ekki er dæmigerður eða með mjög mikla öfga í byggingu t.d. með fíngert höfuð, langan háls, grannvaxinn bol eða háfættur).
- Hundur með stóran lindarblett.
- Lafandi eða stutt eyru.
- Mjög bollangur .
- Skottlaus.
- Síðhærður hundur með mjög síðan, fíngerðan og úfinn feld.
- Snögghærður hundur með skallabletti (alopecia).
- Hundur þyngri en 3 kg.
Hundur með augljósa líkams- eða hegðunargalla fær einkunnina 0.
ATUGIÐ: Bæði eistu skulu vera af eðlilegri stærð og rétt staðsett í pungnum.
Það sem er feitletrað í textanum tók gildi í September 2004.