Svo þig langar að rækta
Höf. Sigurlaug Hauksdóttir,birtist í Sámi.
Jæja, svo þig langar að verða ræktandi, gott hjá þér!! Ég er nefnilega ræktandi. En, áður en þú tekur endanlega ákvörðun þá eru hér nokkrir hlutir sem þú þarft að vita, og eiga.
1. Þú þarft að vera vera tilbúinn til að hreinsa upp ælu, þvag og hægðir. Nagaðir sófar, skór, borðfætur, stólfætur, dót, fjarstýringar og bækur, auk útklóraðra hurða og dyrastafa verða daglegt brauð. Og svo þarftu að vera tilbúinn til að gera þetta aftur í næsta skipti, og það næsta og svo það næsta eftir það...
2. þú þarft að hafa sterkar taugar til að þola fnykinn þegar að fósturlát verður hjá tíkinni þinni, sem þú ert búinn að bíða í tvö ár eftir að geta fengið hvolpa hjá, og hún lætur rotnandi hvolpunum einungis hálfgengin með. Þú þarft að hafa sterkar taugar til að taka á móti vansköpuðum hvolpi og láta síðan svæfa hann.
3. Þú þarft sterkt hjarta. Vegna þess að eftir að hafa látið þér annt um hvolpana, og gert allt það sem í þínu valdi stendur til að þeir nái sem bestum og mestum þroska, þá þarftu að selja þá manneskjum sem gætu misþyrmt, barið, vanrækt eða í besta lagi ekki skipt sér af þeim. Þú þarft þetta sterka hjarta þegar keyrt er yfir hvolpinn sem þú seldir til góða heimilisins, eða þegar reynist nauðsynlegt að svæfa einhvern þeirra vegna sjúkdóma, vegna þess að þá hringir þetta góða fólk í þig tárfellandi og þá brestur þitt hjarta alveg eins og þeirra.
4. Þú þarft heilmikið pláss. Ef þú ert með bæði tíkur og hunda þá þarftu það mikið pláss að þú getir haldið þeim algerlega aðskildum á lóðatímabili. Það mikið pláss að þú getir haldið ógeldum hundum frá hvort öðrum, á meðan einhver tíkin lóðar, og svo náttúrulega til að geta haldið hvolpastóðinu frá öllu öðru. Og ekki gleyma seinustu tveim hvolpunum sem ekki hefur enn tekist að finna heimili fyrir, þú þarft pláss fyrir þá, og pláss fyrir hvolpinn sem var skilað vegna þess að eigiendurnir ákváðu að hann hentaði þeim ekki.
5. Þú þarf að geta þolað sorg og missi. Eins og þann þegar þú missir uppáhaldstíkina þína þegar hún er að gjóta hvolpunum og þú áttar þig á því að það var ákvörðun þín um að rækta undan henni sem olli því. Þú þarft líka að geta útskýrt þetta fyrir börnunum þínum sem biðu eftir hvolpunum að meðganga og fæðing getur verið hættuleg.
6. Þú þarft tillitssaman atvinnuveitanda sem skilur að þú þurftir frí eftir að tíkin dó, vegna þess að þú þarft að vera heima og gefa hvolpunum á klukkutíma fresti.. allan sólarhringinn, fyrstu sólarhringana, en svo "bara" á tveggja tíma fresti.
...... Bíddu nú aðeins við, segir þú örugglega núna. Hættu nú alveg! Þið ræktendur eruð sko allir eins, segið okkur einhverjar hryllingssögur til að hræða okkur frá því að rækta. Hvað um alla peningana! Ég meina, þið seljið hvolpana á alveg offjár! Þið segið þetta bara til að fá ekki samkeppni...
Ó já, peningar, það var ágætt að þú minntist á það.
7. Þú þarft peninga. Mikið af þeim. Líklega mikið meiri en þig grunaði, sérstaklega eftir að komið hefur í ljós að atvinnuveitandi þinn er ekki svo skilningsríkur eftir allt saman. Við skulum fara í smáhugarleikfimi hérna. Dýralæknareikningar, kostaður vegna olnboga og mjaðmamyndatöku og keisaraskurðar, augnskoðun, rakkagjald, sprautur og ormalyf fyrir alla hvolpana, skoðun á alla hvolpana, gjald vegna skráningar í ættbók, gjald vegna ræktunarnafns, ferðir til og frá rakka vegna pörunar, stundum um langan veg, og aðstaða og búnaður fyrir tíkina í goti og seinna fyrir hana og hvolpana. Ekki óeðlilegt að sá kostnaður sé á bilinu 250-300 þúsund krónur, það er að segja ef ekkert óvænt kemur fyrir. Og þessu þarft þú að eiga fyrir áður en þú selur einn einasta hvolp, það er að segja ef það fæddust heilbrigðir hvolpar. Ef einhverjir hvolpar fæddust andvana, þá bætist við kostnaður af krufningu, vegna þess að þú sem ábyrgur ræktandi vilt að sjálfsögðu vita út af hverju þeir dóu.
Nú átt þú eftir að ala önn fyrir tíkinni og hvolpunum næstu 8 vikurnar, og það er mikil vinna, sérstaklega eftir að hvolparnir opna augun og fara að rannsaka veröldina í kringum sig. 8 vikna lágmarkslaun fyrir eina manneskju eru upp undir 200 þúsund krónur, og það er bara dagvinna. Ekki er óeðlilegt að reikna annað eins í yfirvinnu, eða aðra manneskju á móti manni. Svo þarf sérstakt hvolpafóður fyrir hvolpana og einnig sérstakt fóður fyrir tíkina sem er mjólkandi. Þannig að kostnaðurinn er þá kominn upp í 600-700 þúsund krónur með öllu. Verum bjartsýn og segjum að þú hafir 5 fína hvolpa, af eftirsóttu kyni, sem þú getur selt alla saman á 150 þúsund krónur stykkið, og fólkið staðgreiði meira að segja!!! Það gera 750 þúsund krónur í kassann, þannig að gróðinn af allri þessari vinnu er kannski 50 þúsund krónur, þannig að það má ekkert koma upp á, þá ertu þú umsvifalaust farinn að tapa á þessu.
Og, hérna er alls ekkert tillit tekið til kostnaðar við kaup og innflutning á undaneldisdýrum, sem er yfirleitt á milli 400-500 þúsund krónur á einstakling.
.... Heyrðu!! Bíddu, bíddu, hvert ertu að fara? Ég á enn eftir að segja þér frá kostnaði við að sýna hundinn, félagsgöld í HRFÍ, vinnunni við að finna rétta rakkann fyrir tíkina þína, hundaleyfisgjöld og pirruðum nágrönnum þegar þú átt erfitt með að hafa stjórn á þessum tveim sem þér tókst ekki að selja...
Jæja, svo þig langar að verða ræktandi, gott hjá þér!! Ég er nefnilega ræktandi. En, áður en þú tekur endanlega ákvörðun þá eru hér nokkrir hlutir sem þú þarft að vita, og eiga.
1. Þú þarft að vera vera tilbúinn til að hreinsa upp ælu, þvag og hægðir. Nagaðir sófar, skór, borðfætur, stólfætur, dót, fjarstýringar og bækur, auk útklóraðra hurða og dyrastafa verða daglegt brauð. Og svo þarftu að vera tilbúinn til að gera þetta aftur í næsta skipti, og það næsta og svo það næsta eftir það...
2. þú þarft að hafa sterkar taugar til að þola fnykinn þegar að fósturlát verður hjá tíkinni þinni, sem þú ert búinn að bíða í tvö ár eftir að geta fengið hvolpa hjá, og hún lætur rotnandi hvolpunum einungis hálfgengin með. Þú þarft að hafa sterkar taugar til að taka á móti vansköpuðum hvolpi og láta síðan svæfa hann.
3. Þú þarft sterkt hjarta. Vegna þess að eftir að hafa látið þér annt um hvolpana, og gert allt það sem í þínu valdi stendur til að þeir nái sem bestum og mestum þroska, þá þarftu að selja þá manneskjum sem gætu misþyrmt, barið, vanrækt eða í besta lagi ekki skipt sér af þeim. Þú þarft þetta sterka hjarta þegar keyrt er yfir hvolpinn sem þú seldir til góða heimilisins, eða þegar reynist nauðsynlegt að svæfa einhvern þeirra vegna sjúkdóma, vegna þess að þá hringir þetta góða fólk í þig tárfellandi og þá brestur þitt hjarta alveg eins og þeirra.
4. Þú þarft heilmikið pláss. Ef þú ert með bæði tíkur og hunda þá þarftu það mikið pláss að þú getir haldið þeim algerlega aðskildum á lóðatímabili. Það mikið pláss að þú getir haldið ógeldum hundum frá hvort öðrum, á meðan einhver tíkin lóðar, og svo náttúrulega til að geta haldið hvolpastóðinu frá öllu öðru. Og ekki gleyma seinustu tveim hvolpunum sem ekki hefur enn tekist að finna heimili fyrir, þú þarft pláss fyrir þá, og pláss fyrir hvolpinn sem var skilað vegna þess að eigiendurnir ákváðu að hann hentaði þeim ekki.
5. Þú þarf að geta þolað sorg og missi. Eins og þann þegar þú missir uppáhaldstíkina þína þegar hún er að gjóta hvolpunum og þú áttar þig á því að það var ákvörðun þín um að rækta undan henni sem olli því. Þú þarft líka að geta útskýrt þetta fyrir börnunum þínum sem biðu eftir hvolpunum að meðganga og fæðing getur verið hættuleg.
6. Þú þarft tillitssaman atvinnuveitanda sem skilur að þú þurftir frí eftir að tíkin dó, vegna þess að þú þarft að vera heima og gefa hvolpunum á klukkutíma fresti.. allan sólarhringinn, fyrstu sólarhringana, en svo "bara" á tveggja tíma fresti.
...... Bíddu nú aðeins við, segir þú örugglega núna. Hættu nú alveg! Þið ræktendur eruð sko allir eins, segið okkur einhverjar hryllingssögur til að hræða okkur frá því að rækta. Hvað um alla peningana! Ég meina, þið seljið hvolpana á alveg offjár! Þið segið þetta bara til að fá ekki samkeppni...
Ó já, peningar, það var ágætt að þú minntist á það.
7. Þú þarft peninga. Mikið af þeim. Líklega mikið meiri en þig grunaði, sérstaklega eftir að komið hefur í ljós að atvinnuveitandi þinn er ekki svo skilningsríkur eftir allt saman. Við skulum fara í smáhugarleikfimi hérna. Dýralæknareikningar, kostaður vegna olnboga og mjaðmamyndatöku og keisaraskurðar, augnskoðun, rakkagjald, sprautur og ormalyf fyrir alla hvolpana, skoðun á alla hvolpana, gjald vegna skráningar í ættbók, gjald vegna ræktunarnafns, ferðir til og frá rakka vegna pörunar, stundum um langan veg, og aðstaða og búnaður fyrir tíkina í goti og seinna fyrir hana og hvolpana. Ekki óeðlilegt að sá kostnaður sé á bilinu 250-300 þúsund krónur, það er að segja ef ekkert óvænt kemur fyrir. Og þessu þarft þú að eiga fyrir áður en þú selur einn einasta hvolp, það er að segja ef það fæddust heilbrigðir hvolpar. Ef einhverjir hvolpar fæddust andvana, þá bætist við kostnaður af krufningu, vegna þess að þú sem ábyrgur ræktandi vilt að sjálfsögðu vita út af hverju þeir dóu.
Nú átt þú eftir að ala önn fyrir tíkinni og hvolpunum næstu 8 vikurnar, og það er mikil vinna, sérstaklega eftir að hvolparnir opna augun og fara að rannsaka veröldina í kringum sig. 8 vikna lágmarkslaun fyrir eina manneskju eru upp undir 200 þúsund krónur, og það er bara dagvinna. Ekki er óeðlilegt að reikna annað eins í yfirvinnu, eða aðra manneskju á móti manni. Svo þarf sérstakt hvolpafóður fyrir hvolpana og einnig sérstakt fóður fyrir tíkina sem er mjólkandi. Þannig að kostnaðurinn er þá kominn upp í 600-700 þúsund krónur með öllu. Verum bjartsýn og segjum að þú hafir 5 fína hvolpa, af eftirsóttu kyni, sem þú getur selt alla saman á 150 þúsund krónur stykkið, og fólkið staðgreiði meira að segja!!! Það gera 750 þúsund krónur í kassann, þannig að gróðinn af allri þessari vinnu er kannski 50 þúsund krónur, þannig að það má ekkert koma upp á, þá ertu þú umsvifalaust farinn að tapa á þessu.
Og, hérna er alls ekkert tillit tekið til kostnaðar við kaup og innflutning á undaneldisdýrum, sem er yfirleitt á milli 400-500 þúsund krónur á einstakling.
.... Heyrðu!! Bíddu, bíddu, hvert ertu að fara? Ég á enn eftir að segja þér frá kostnaði við að sýna hundinn, félagsgöld í HRFÍ, vinnunni við að finna rétta rakkann fyrir tíkina þína, hundaleyfisgjöld og pirruðum nágrönnum þegar þú átt erfitt með að hafa stjórn á þessum tveim sem þér tókst ekki að selja...