Stigahæstu hundar ársins voru í annað sinn heiðraðir á árinu. Árið 2009 voru þeir ISCH Perluskins Casper Dínó og ISCH Himna Ripp stigahæstir og fengu eigendur þeirra að vörslu farandverðlaun í minningu INTCH ISCH Íslands-Ísafoldar Angantýs. Í fyrsta sinn á þessu ári fengu stigahæstu öldungarnir einnig viðurkenningu og voru það þau INTCH ISCH Íslands-Ísafoldar Illugi Bjartur og Brjánsstaða Birta sem urðu stigahæstu öldungar tegundarinnar á árinu.
ISCH Perluskins Casper Dínó ISCH Himna Ripp
INTCH ISCH Íslands-Ísafoldar Illugi Bjartur Brjánsstaða Birta