Sérreglur fyrir Chihuahua fyrir skráningu í ættbók sem tóku gildi 1. janúar 2009
Augnskoðun: vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun. (Gildir frá 18.05.2018).
Hnéskeljaskoðun: skila þarf vottorði frá dýralækni um ástand hnéskelja ræktunardýrs, þ.m.t. gráðun á losi ef um slíkt er að ræða. Vottorð gefið út fyrir ræktunardýr undir tveggja ára aldri gildir í eitt ár, vottorð tveggja ára ræktunardýrs gildir ævilangt.
Merle: Hvolpar undan Chihuahua hundum af merle lit fást ekki ættbókarfærðir hjá HRFÍ.
Aldur: Samkvæmt grundvallarreglum HRFÍ grein 3.3.skal ekki para tík fyrir tveggja ára aldur.