Stjórnarfundur 18. nóvember
Jólaballið skipulagt betur, verður 30 nóvember kl.14-16. Jólatré keypt af deild.
Ákveðið var að búa til fleiri bingóspjöld þar sem þau kláruðust á síðasta bingói vegna góðrar þátttöku.
Plönuð skipulagshelgi stjórnar fyrir pappírsvinnu þriðju helgina í janúar.
Mættir: Silla, Kristín, Begga, Ólöf og Rósa (skype).
Fundur ritaður af: Kristín Þórmundsdóttir
Stjórnarfundur 29. september
Stjórn fékk tilkynningu um utanfélagsgot með Hrfí rakka og var beðið um að senda athugasemd til siðanefndar Hrfí og stjórn varð við þeirri beiðni.
Febrúarsýning rædd og skipulögð í kringum Chihuahua dómara.
Laugarvegsgangan skipulögð með tilliti til auglýsinga og fleira.
Næsti nýliðadagur verður eftir áramótin.
Pantaður salur fyrir jólaballið sem verður 30. Nóvember.
Mættir: Silla, Kristín, Begga og Rósa.
Fundur ritaður af: Kristín.
Stjórnarfundur 14. ágúst 2013
Göngur:
Þorlákshafnar/Selvogsgangan plönuð. Athuga hvort ljósmyndarinn sé laus 25. ágúst.
Sýning og sýningarþjálfun:
Karen og Sóley munu þjálfa á sýningarþjálfun fyrir septembersýninguna. Sýningarþjálfun er 27 ágúst og 3 september kl.20-21. Borðin verða mönnuð af stjórnarmeðlimum.
Það þarf að setja inn fundargerðir og stigahæstu hunda fljótlega.
Dagskráin í vetur:
Dagskráin rædd og plönuð. Nýliðafundur mögulega í október og fyrirlestur um hvolpa færður frá hausti 2013 til mars 2014.
Deildin þarf að manna sýninguna í byrjun september ásamt því að setja sýninguna upp og taka hana niður.
Mættir: Ólöf, Kristín, Silla og Begga.
Fundur ritaður af: Ólöf Karen Sv.
Stjórnarfundur 27. maí 2013
Chihuahuadeildin þarf að fá ca 16 manns til að vinna á sýningunni.
Farið yfir tölvumál og gagnagrunn, sem hefur ekki verið notaður frá því að hann hefur verið keyptur vegna tölvuleysis deildarinnar.
Gangan 2 júní endanlega skipulögð, Sóley fengin sem ljósmyndari fyrir deildina.
Ákveðið var að heiðra stigahæstu tík og rakka í hverri feldgerð.
Mættir: Silla, Kristín, Begga, Ólöf og Rósa.
Fundur ritaður af: Ólöf Karen Sv.
Stjórnarfundur 11. apríl 2013
Nýliðadagur skipulagður fyrir vorið og þar verður dagskrá ársins 2013 kynnt.
Tvær göngur voru skipulagðar (í júní og ágúst) planið er að grilla eftir göngurnar og taka myndir fyrir deildina.
Ákveðið var að fá tvo unga sýnendur til að sjá um sýningarþjálfun fyrir deildina.
Chihuahuadeild þarf að manna sýningu Hrfí í nóvember og var því farið í það mál.
Skoðaður var möguleikinn að hafa deildarsýningu í tengslum við sýninguna febrúar 2014.
Deildinni bauðst fyrirlestur frá einstakling í hundaþjálfunarnámi og verður reynt að hafa hann haust 2013.
Dýrheimur ætlar að gefa deildinni bikara fyrir sýningarnar út árið 2013.
Homapatafyrirlestur Sigurbjargar J. Traustadóttur er fyrirhugaður í maí.
Mættir voru: Sigurbjörg, Kristín, Berglind og Ólöf Karen.
Fundur ritaður af: Ólöf Karen Sv.
Stjórnarfundur 13. mars 2013
Valið í sæti innan stjórnar:
Formaður: Sigurbjörg Vignisdóttir
Gjaldkeri: Kristín Þórmundsdóttir
Ritari: Ólöf Karen Sveinsdóttir
Ákveðið var að hafa samband við Berglindi Magnúsdóttir og Rósu Traustadóttir til að hjálpa til í stjórn. Óskað eftir samantekt frá Norðurlandafundum frá Klöru. Fá upplýsingar um gagnagrunn deildarinnar og stöðu hans hjá Klöru. Kristín mun sjá um deildarfréttir í Sám.
Sýningar:
Sýningarþjálfun hefur verið pöntuð út árið 2013 hjá Gæludýr.is á Korputorgi kl.20-21 á þriðjudögum 2 vikum fyrir sýningar. Athuga með þjálfara innan deildar eða unga sýnendur.
Silla mun sjá um bikaramál þetta árið.
Uppástunga um hvort væri hægt að hafa stigahæsta hvolp ársins og það var samþykkt.
Heimasíða, póstlisti og facebook:
Ákveðið var að Ólöf Karen myndi sjá um póstfang deildarinnar og hvolpafyrirspurnir. Auglýsingar verða verkefni sem Ólöf Karen og Berglind munu vinna í sameiningu. Athuga hvort Rósa vilji sjá um heimasíðu deildarinnar.
Önnur mál:
Silla stakk upp á því að hafa fyrirlestur um hómópata í vor og mun hafa samband við hómópatann.
Ólöf Karen ætlar að hafa samband við Halldóru Lind og athuga hvort hún sé til í að hafa fyrirlestur um lokaverkefni sitt úr hundaþjálfaranáminu sínu í haust. Hafa göngur 2svar yfir árið og taka myndir í göngum.
Mættir voru: Sigurbjörg, Kristín og Ólöf
Fundur ritaður af: Ólöf Karen Sv.
Stjórnarfundur 17.janúar 2013
Mættir voru: Anna Guðný, Klara,Kristin, Ólöf
Efni fundar:
Heiðrun stigahæstu hunda 2012:
Verður 7.febrúar 2013 á skrifstofu HRFÍ kl 20.
Verkaskipting:
Klara gerir skjölin, Ólöf gerir auglýsingu, Anna Guðný pantar köku og kaupir drykkjaföng.
Sýning 23-24 febrúar:
Dýrabær gefur bikara á þessa sýningu.
Ólöf athugar með tímana fyrir sýningarþjálfun í Gæludýr.is, og gerir breytingu í samræmi við Ástu Maríu. Athugar hvort Danni geti hjálpað til við sýningarþjálfun.
Garðheimadagar 9-10 febrúar:
Anna Guðný staðfestir við Anton um að deildin taki þátt. Sendir á kynningarnefnd og minnir á þetta helsta, aldur hunda, ekki lóðartíkur, og hafa góða fulltrúa tegundarinnar.
Aðalfundur:
Verður haldin 4.mars 2013 á skrifstofu HRFÍ kl 20
Það eru þrjú sæti laus, Kristínar, Önnu og Halldóru, Kristín gefur kost á sér til endurkjörs, Anna Guðný og Halldóra gefa ekki kost á sér.
Klara sér um að gera auglýsingu fyrir fundinn.
Klara gerir ársskýrsluna
Halldóra gengur frá fundargerðabók
Anna Guðný gerir reikninginn.
Önnur mál:
Klara þurfti að hafa samband við Advania vegna uppfærslu heimasíðunnar, þeir munu senda reikning fyrir greiðslunni.
Farið yfir niðurstöður augnskoðunar frá því í nóvember, eitt tilfelli af Cataract (starblindu).
Fundinn ritaði
Anna Guðný
Stjórnarfundur 10. Október 2012
Mættir: Anna Guðný, Halldóra, Klara, Kristín og Ólöf.
Vinnustund v/Deluxe sýningaþjálfunar: Viðburðurinn undirbúinn og fólk fengið til starfa.
Nordic-meeting: Klara fer yfir fundinn og hefur sett saman eigin fundargerð af honum.
Sýningaþjálfun: Það þarf að taka á ótta Chihuahua við borðið og kom tillaga um að vera með eina þjálfun sem gengi aðeins út á borðþjálfun.
Fræðsla: Stefnt á að bjóða dómaranemum fræðslu um tegundina og einnig að bjóða almennum félagsmönnum deildarinnar fræðslu. Stefnt á að halda sem fyrst á nýju ári með stuttu milli bili. Klara tekur að ser.
Ræktunarmarkmið tegundarinnar: Brynja Tomer mun lagafæra og uppfæra íslenska þýðingu á ræktunarmarkmiði Chihuahua.
Heilsufarsdagur: Halldóra hefur samband við Hönnu og fær staðfestan tíma og verð.
Dagatal: Búið að tala fá félagsmenn til að vinna verkið og Ólöf mun taka þátt í þeirri vinnu. Stefnt á að ná þessu fyrir jól 2012.
Næsti fundur áætlaður 7. nóvember kl. 16:30
Halldóra ritaði fundinn.
Stjórnarfundur 11. September 2012
Mættir: Anna Guðný, Halldóra, Klara Kristín og Ólöf.
Kynninga- og viðburðanefnd: Búið að tilkynna þátttöku í Garðheimum, helst bæði afbrigði í einu, lágmarksaldur dýra sé 9 mánuðir, í samræmi við ósk Garðheima frá upphafi. Lóðartíkur mega ekki taka þátt í kynningum.
Hugmyndir nefndarinnar ræddar og dagsetningar settar niður fyrir nefndina til að áttað sig á hentugum dögum fyrir göngur.
Dagatal: Búið er að tala við tvo félagsmenn og ákveðið að tala við þann þriðja þar sem tímaramminn þótti og lítill en stjórn hefur fulla trú á að verkið gæti unnist á þessum tíma.
Sýningaþjálfun: Gekk vel. Daníel tók að sér nýliða og féll það vel í kramið og ástæða til að halda áfram að bjóða upp á tvískipta þjálfun útfrá þekkingu og reynslu.
Sýningarþjálfun var færð yfir á fimmtudaga í stað þriðjudaga núna í nóvember 2012, 8. nóvember og 15. nóvember. Ólöf er búin að panta Gæludýr.is fyrir sýningarþjálfun 2013. 12. og 19 febrúar, 14. og 21. maí, 27. ágúst og 3. september og 5. og 12. Nóvember 2013. Ólöf talar við Ástu Maríu og ræðir næstu tvö skipti.
Deluxe-sýning deildarinnar 20. október 2012. Ólöf er búin að bóka Gæludýr.is. Ólöf bókar Daníel fyrir hádegi og Klara mun dæma eftir hádegi. Halldóra athugar stöðuna á sætaspjöldunum sem búið var að panta.
Heilsufarsdagur: Halldóra athugar með laugardaginn 27. október hjá Hönnu.
Nýliðadagur: Stjórn mætir öll á þann viðburð. Kynnum fyrirhugað starf deildarinnar og félagsins.
Norðurlandafundur: verður í Finnlandi þetta árið 6. október. Búið að bóka far.
Facebook: Síðan er aðeins hugsuð sem tilkynningar/fréttaveita og benda þarf á að fyrirspurnir eigi að berast á netfang deildarinnar.
Næsti fundur: 17. Október
Halldóra Reykdal ritaði fundargerð.
Stjórnarfundur 7. ágúst 2012.
Mættir: Anna Guðný, Halldóra, Klara, Kristín og Ólöf.
Klara lagði fram dagskrá.
1. PRA og félagsfundur:
Farið var yfir greinar um efnið.
Félagsfundur deildarinnar verður þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20:00 til 21:30 á skrifstofu félagsins þar verða reglur félgsins ræddar og afstaða deildarinnar til þeirra.
2. Nordic meeting verður 6. október 2012 í Finnlandi og fer formaður deildarinnar fyrir hönd hennar. Finnski klúbburinn býður upp á gistingu eina nótt, þannig að deildin dekkar flug og gistingu í 2 nætur. Baltic löndin hafa bæst við enda samgangur á milli þeirra og Norðurlandanna mikill.
3. Delux sýningarþjálfun
Þar sem þessi viðburður var áætlaður sömu helgi og Nordic meeting verður þarf að færa hann. Athuga þarf nýja dagsetningu.
Sýningarþjálfun fyrir ágústsýningu mun eins og áður vera í höndum Ástu Maríu, Klara mun aðstoða hana og Ólöf hefur samband við Daníel sem hefur áður boðið fram vinnuframlag sitt við sýningarþjálfun. Þjálfunin fer fram í Gæludýr.is á Korputorgi miðvikudagana 15. og 22. ágúst kl. 20:00 til 21:00.
4. Dagsetningar á viðburði
Búið að bóka Gæludýr.is fyrir neðangreinda viðburði;
Nýliðadag þann 16. september frá kl. 13 til 16 og jólaball þann 1. des. frá kl. 14 til 17.
5. Önnur mál
Ólöf talar um áhuga hjá félagsmönnum á að búið sé til dagatal með myndum af Chihuahua eins og áður hefur verið gert. Samþykkt að Ólöf athugi áhuga hjá tveimur til þremur félgasmönnum með það að markmiði að fela þeim að stýra því verki, Ólöf mun vera tengiliður við stjórn.
Ákveðið að myndir úr göngum deildarinnar verði notaðar og að boðið verði upp á að fólk sendi inn myndir af hundum sínum. Það verði síðan alfarið í höndum þeirra sem sjá um verkið að velja þær myndir sem verða í dagatalinu. Aðeins verður farið af stað með prentun þegar búið er að selja auglýsingar fyrir prentkostnaði.
Ræktendum verði boðið að kaupa auglýsingar eins og síðast.
Leggja þarf vinnu í fjáröflun, þar sem lítið kemur inn og smátt og smátt saxast á peninga deildarinnar.
Halldóra ritaði fundinn, Reykjavík 7. ágúst 2012
Stjórnarfundur 12. júní 2012.
Mættir: Anna Guðný, Halldóra, Klara, Kristín og Ólöf.
Anna G. lagði fram dagskrá.
6. Augnskoðun: allir Chihuahua komu út í lagi.
7. Ný afstaðin sýning: okkar tegund gekk vel og þótti sýnendum dómarinn þægilegur
8. Næstu sýningar, búið er að bóka Gæludýr fyrir sýningarþjálfun Chihuahua á miðvikudögum.
9. Jólaball, Stefnt á 2 des. frá kl. 13 til 16 (hafa 1.des til vara).
10. Bikaramál rædd, útvega þarf bikara fyrir besta snögghærða öldung fyrir ágúst- og febrúarsýningar.
11. Heilsufarsvika stefnt á að hún verði í október 2012 með sama sniði og síðast.
12. Nýliðadagur er áætlaður 9. eða 16. september 2012.
13. Delux sýningarþjálfun er áætluð 6. október 2012, tveir dómaranemar og allir Chihuahua með viðurkenndar ættbækur af HRFÍ geta tekið þátt, sem sagt ekki bara félagsmenn. Einnig verða skemmtiflokkar fyrir alla hunda stóra og smáa, gelda og ógelda. Verði verður haldið eins lágu og mögulegt er og frítt verður fyrir þriðja hund frá sama eiganda.
Að loknum viðburði verður farið út að borða.
14. PRA, stefnt er að halda félagsfund ágúst kl. 19:30 – 22:00
15. Önnur mál
Huga þarf betur að nýliðum í sýningarþjálfun og þarf Ásta M. að fá meiri aðstoð frá stjórn til þess.
Halldóra ritaði fundinn, Reykjavík 12. júní 2012.
Stjórnarfundur 1. maí 2012.
Mættir: Anna Guðný, Halldóra, Klara, Kristín og Ólöf.
Klara leggur fram dagskrá og stýrir fundi, Halldóra ritar fundargerð.
Ø Sumarfrí stjórnar verður 18.júní til 13. Ágúst.
Ø Nýliðadagur 1. maí 2012 í húsnæði Gæludýr.is Korputorgi frá kl. 16 til 17.
o 19 hvolpar úr 6 gotum
o Mörg got sem ekki náðu inn á þennan nýliðadag og því ástæða til að athuga með annan nýliðadag í haust.
Ø Vinnubrögð stjórnar, rætt um að allir þurfi að svara tölvupóstum sem fer á milli stjórnar innan tveggja sólarhringa.
Ø Ósk félagsmanns um lækkun á aldri tíka
o Stjórn hefur ekki enn fundið sterk rök sem mæla með lækkun á aldri ræktunartíka en mun leggjast í enn meiri rannsóknarvinnu í sumar.
o Ákveðið að ræða málið á félagsfundi í september og leggja fram þau gögn sem stjórn hefur viðað að sér.
Ø Matadorar í ræktun, en í tjúanum eru 34 matadorar, þar af 19 fæddir á síðustu 10 árum og reiknað er með því að eitthvað hafi bæst á listann frá því að hann var tekinn saman.
o Aðeins 10 hvolpar á hund til að hann teljist matador
o Ákveðið að ræða málið á félagsfundi í september.
Ø Facebook síða og heimasíða
o Stefnt á að gera heimasíðu notendavænni og verður aðstoð Rósu félagsmanns vel þegin en hún bauð fram aðstoð sína á aðalfundi deildarinnar. Fundur með henni áformaður í maí.
Ø Gagnagrunnur
o Formaður heldur utan um hann, Halldóra er með back–up af gagnagrunninum.
o Anna G. gaf deildinni fartölvu sem er í athugun hvort virki.
Ø Nákvæm verkaskipting stjórnar, það sem snýr að félagsmönnum er;
o Heimasíða og Facebook: Klara og Ólöf ásamt Rósu og Bjarka
o Hvolpafyrirspurnir: Halldóra
o Tengiliður við kynninganefnd: Anna Guðný
Ø Fundur vegna markaðssetningar á tegund
o Verður skoðað í haust.
Ø Fyrirlestur með Hönnu um skyndihjálp 10. Maí
o Haldið í húsnæði félagsins og mun kosta 1000 kr. en Hanna gefur þann penging til Dýrahjálpar.
Ø Fundur með kynninganefnd
o Rætt um hlutverk hennar og ákveðin dagsetning til að funda með nefndinni.
Ø Fulltrúaráðsfundur.
o Klara segir frá efni fundarins
o Aðalfundur félagsins verður 23. maí á Grandhótel.
Ø Sýningarþjálfun, búið að plana þjálfun fyrir árið en þurfum að færa sýningaþjálfun í maí þar sem einn tími rekst á aðalfund félagsins.
Ø Bingó, stjórn mjög ánægð með mætingu og ágóða síðasta bingós.
o Þurfum að bæta við spjöldum og finna húsnæði sem rúmar fleiri.
Stjórnarfundur Chihuahuadeildar HRFÍ 27. mars 2012.
Mætar: Anna Guðný, Halldóra, Klara, Kristín og Ólöf.
Halldóra Reykdal ritar fundinn.
· Verkaskipting stjórnar.
o Halldóra kemur með tillögu að Klara taki við formanninum, þar sem hún sjái meira og minna í dag um þau störf sem formaður á að sinna og því eðlilegast að hún beri þann titil, samþykkt af öllum.
o Kristín kom með hugmynd að Ólöf tæki við ritaranum og var Ólöf til í það að loknu námi í vor, mikið að gera. Ákveðið síðar.
o Nákvæmari verkaskipting býður betri tíma.
o Formaður: Klara Á Símónardóttir, Gjaldkeri: Anna Guðný.
· Kynningar og viðburðanefnd: ekki alveg ljóst hvert hennar hlutverk verður þar sem kynningum mun líklega fækka, starfið verður líklega útfært í samráði við nefndina og þau verk sem upp koma hverju sinni.
o Nokkrir félagsmenn tilnefndir og mun Halldóra sjá um samskipti við þá. Stjórn stefnir á að halda fund með nefndini í maí.
· Klara hefur sett efni varðandi gagnagrunn í hendur Bjarka.
· Rætt um að gera like síðu og Kristín býðst til þess.
· Fræðsla: Halldóra mun halda áfram að tala við Hönnu dýralækni og finna dag fyrir fyrirlestur um skyndihjálp.
· Fjármögnun rædd og Ólöf kom með hugmynd að selja páskaegg fyrir páskana 2013, erum of sein núna.
Næsti fundur 1 maí kl. 16
Aðalfundur Chihuahuadeildar HRFÍ 27. mars 2012.
Fundurinn settur
Helga Kolbeinsdóttir ritari
Heiðrún fundarstjóri
Fundurinn lögmætur, samþykki allra
Skýrsla stjórnar deildarinnar samþykkt að loknum spurningum.
Klara Símonardóttir kynnir.
Spurt um nánari upplýsingar varðandi heilsufarsniðustöður. Klara ræddi niðurstöður heilsufarsskoðunar, fontanellur, tennur. Fæstir fara yfir 2 samtals í hnéskeljalosi. Enginn greindist með hjartamurr sem ekki hafði verið greindur áður.
Spurt um augnsjúkdóma, fjórar tegundir sem hafa komið upp. Þörf á
reglum varðandi pörun hunda með inngróin augnhár, þar sem það er algengt hjá Chihuahua.
Anna Guðný kynnir ársreikninga.
Tillaga um að hafa fleiri Bingó til að auka innkomu.
Spurningar.
Töluverð minnkun á milli ára varðandi tekjur af sýningarþjálfun. Þátttaka á sýningum hefur einnig minnkað. Fyrir næstu sýningu mun deildin sjá ein um sýningarþjálfun. Halldóru og Ólöfu þakkað fyrir að gefa deildinni bikara. Tillaga að kaupa litlar undirskálar sem eru letraðar og töluvert ódýrari en bikararnir.
Reikningar bornir upp til samþykktar. Samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Starfsáætlun næsta árs kynnt af Halldóru Reykdal.
Páskabingó áætlað 3. apríl næstkomandi.
Ásta María hefur boðist til að halda úti sýningarþjálfun þetta ár.
Ábending að ekki þarf að útvega og greiða fyrir leyfi frá MAST fyrir sýningu sem nefnd er öðru nafni. Hugmynd varpað fram að selja lakkrís til styrktar deildarinnar.Fyrirlestur hjá Hönnu um skyndihjálp hefur frestast, en verður vonandi haldinn í vor. Gefinn kostur á frekari spurningum. Áætlað að hafa vorgöngu og haustgöngu. Tillaga lögð fram um að auka markaðssetningu á tjúanum. Lýst yfir áhyggjum af dræmri sölu á tegundinni okkar í dag.
Kosningar
Kynntir frambjóðendur. Margrét Helga og Ólöf Karen. Klara gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Enginn bauð sig fram.
Þar sem Margrét Helga er fjarverandi las Halldóra Reykdal bréf frá henni fyrir hennar hönd.
Ólöf kynnti þarnæst framboð sitt. Að lokum kynnti Klara framboð sitt til áframhaldandi stjórnarsetu.
Þarnæst var kosningarmiðum dreift. Því næst minnt á hverjir eru í framboði og má skrifa hámark tvö nöfn á hvern miða.
22 greiddu atkvæði, Berglind, Daníel og ég töldum. Flest atkvæði fengu Ólöf Karen Sveinsdóttir og Klara Símonardóttir. Þær eru því löglega settar inní stjórn.
Önnur mál.
Gefinn möguleiki á að ræða önnur mál.
Markaðsetning. Hugmynd sett fram að halda sér fund til að ræða markaðssetninguna. Hugarflugsfund.
Sigurbjörg Vignisdóttir tekur orðið. Stjórn þakkað vel unnin störf. Heimasíðan enn óvirk, vantar að uppfæra upplýsingar. Setur fram ósk um að lækka aldur hjá tíkum fyrir pörun niður í 20 mánuði.
Begga Magg kemur með ábendingu að búið sé að taka fyrir að hægt sé að setja inn myndir eða nokkuð á facebook síðuna. Klara lofaði að því yrði komið í lag. Tillaga lögð fram að Rósa Traustadóttir taki að sé að sjá um heimasíðu deildarinnar. Hún sagðist vera tilbúin til þess. Tillaga um að félagsmenn geti sent inn myndir af hundinum sínum sem yrði svo birt á heimasíðu deildarinnar. Tillaga um að upplýsingar um got séu uppfærð reglulega. Varðandi got er það á ábyrgð ræktanda að senda inn og þeir gerðu það ekki. Stjórnin verður í sambandi við Rósu um aðstoð við að laga heimasíðuna.
Tillaga lögð fram að búa til ,,Like” síðu á facebook sem er læsileg öllum en ekki allir geta sett inn fréttir og upplýsingar.
Tillaga Sillu um að lækka aldur ræktunartíka við fyrstu pörun rædd. Innt eftir frekari rökum bendir Silla á að við erum eina landið í Evrópu sem eru með svona háan aldur við fyrstu pörun. Ásta María benti á að munur sé á þroska grindarinnar hjá 20 mánaða tík og 24 mánaða tík. Þegar tíkurnar eru yngri er grindin sveiganlegri en hjá 24 mánaða tíkum, sem er talið betra fyrir ræktun. Anna Jóna benti á að með tilliti til andlegs þroska tíkarinnar sé betra að þær séu 24 mánaða eða eldri. Silla benti á að hún og fleiri hefðu góða reynslu af því að rækta undan yngri tíkum. Danni varpar fram spurningu um hvort lækkun á þessum aldri muni verða til þess að hann færist smátt og smátt ennþá neðar. Skortir rökstuðning fyrir því að lækka ræktunaraldur tíka. Lagt er fram fyrir stjórn að hún kynni sér rökin með og á móti lækkun aldur tíka við fyrstu pörun og afli sér upplýsinga fyrir næsta félagsfund. Mikilvægast er að heilbrigði dýranna sé að leiðarljósi.
Silla varpar fram spurningu um hvenær gagnagrunnur verður notaður fyrir félagsmenn. Klara bendir á að það skorti peninga til að byggja utanum þennan gagnagrunn til að birta hann. Stjórn hefur skort þekkingu til að gera það sjálf. Kostnaðarsamt að byggja utanum gagnagrunninn sem ekki er birtingarhæfur í núverandi ástandi. Gagnagrunnur HRFÍ er enn í vinnslu, en mun ekki innihalda jafn mikið af heilsufarsupplýsingar. Bjarki benti á að hægt væri að setja gagnagrunnin á exel skjal og setja upp súlurit og dreifa því svo á alla félagsmenn. Bjarka boðið á næsta fund. Lögð fram tillaga af hálfu stjórnar að halda sér fund þar sem þessi gagnagrunnur og aðgengi félagsmanna að honum er ræddur og hvaða kostnaður liggur að baki því að koma honum í gagnið.
Spurning lögð fram um hvort einhverjar reglur sé til í deildinni um hvaða los sé leyfilegt að sé til staðar til að megi para. Svarið er nei, en viðmið stjórnar sé að mæla ekki með að para hunda með meira en samtals 3 í losi. Spurning lögð fram hvort einhver viðmið séu varðandi stærð ræktunardýra.Vandamál að dýralæknum ber ekki alltaf saman um hversu mikið los sami hundur hefur. Klara bendir á að mestallt er frítt af þeim hundum sem verið er að para. Spurt um aldur rakka, hvort það ætti að setja inn aldurstakmark. Spurt um fontanellu, hvort hún megi vera opin. Svarið er að samkvæmt standard má hún ekki vera það.
Danni lýsti yfir áhyggjum af því hvernig hið týpíska Chihuahua höfuð á að vera. Ýktara höfuð, kúpt enni og stutt trýni er fremur ávísun á stærri fontanellu og útstæðari augu. Heilsufarsvandamál geta fylgt þessu. Flestir sammála um að markmiðið sé að hundarnir séu með sem lokaðasta fontanellu, mikilvægast ávallt að stuðla að heilbrigði dýranna.
Þakkað fyrir mætingu á fundinn og fyrir góðan fund.
Fundi er slitið.
Fundurinn settur
Helga Kolbeinsdóttir ritari
Heiðrún fundarstjóri
Fundurinn lögmætur, samþykki allra
Skýrsla stjórnar deildarinnar samþykkt að loknum spurningum.
Klara Símonardóttir kynnir.
Spurt um nánari upplýsingar varðandi heilsufarsniðustöður. Klara ræddi niðurstöður heilsufarsskoðunar, fontanellur, tennur. Fæstir fara yfir 2 samtals í hnéskeljalosi. Enginn greindist með hjartamurr sem ekki hafði verið greindur áður.
Spurt um augnsjúkdóma, fjórar tegundir sem hafa komið upp. Þörf á
reglum varðandi pörun hunda með inngróin augnhár, þar sem það er algengt hjá Chihuahua.
Anna Guðný kynnir ársreikninga.
Tillaga um að hafa fleiri Bingó til að auka innkomu.
Spurningar.
Töluverð minnkun á milli ára varðandi tekjur af sýningarþjálfun. Þátttaka á sýningum hefur einnig minnkað. Fyrir næstu sýningu mun deildin sjá ein um sýningarþjálfun. Halldóru og Ólöfu þakkað fyrir að gefa deildinni bikara. Tillaga að kaupa litlar undirskálar sem eru letraðar og töluvert ódýrari en bikararnir.
Reikningar bornir upp til samþykktar. Samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Starfsáætlun næsta árs kynnt af Halldóru Reykdal.
Páskabingó áætlað 3. apríl næstkomandi.
Ásta María hefur boðist til að halda úti sýningarþjálfun þetta ár.
Ábending að ekki þarf að útvega og greiða fyrir leyfi frá MAST fyrir sýningu sem nefnd er öðru nafni. Hugmynd varpað fram að selja lakkrís til styrktar deildarinnar.Fyrirlestur hjá Hönnu um skyndihjálp hefur frestast, en verður vonandi haldinn í vor. Gefinn kostur á frekari spurningum. Áætlað að hafa vorgöngu og haustgöngu. Tillaga lögð fram um að auka markaðssetningu á tjúanum. Lýst yfir áhyggjum af dræmri sölu á tegundinni okkar í dag.
Kosningar
Kynntir frambjóðendur. Margrét Helga og Ólöf Karen. Klara gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Enginn bauð sig fram.
Þar sem Margrét Helga er fjarverandi las Halldóra Reykdal bréf frá henni fyrir hennar hönd.
Ólöf kynnti þarnæst framboð sitt. Að lokum kynnti Klara framboð sitt til áframhaldandi stjórnarsetu.
Þarnæst var kosningarmiðum dreift. Því næst minnt á hverjir eru í framboði og má skrifa hámark tvö nöfn á hvern miða.
22 greiddu atkvæði, Berglind, Daníel og ég töldum. Flest atkvæði fengu Ólöf Karen Sveinsdóttir og Klara Símonardóttir. Þær eru því löglega settar inní stjórn.
Önnur mál.
Gefinn möguleiki á að ræða önnur mál.
Markaðsetning. Hugmynd sett fram að halda sér fund til að ræða markaðssetninguna. Hugarflugsfund.
Sigurbjörg Vignisdóttir tekur orðið. Stjórn þakkað vel unnin störf. Heimasíðan enn óvirk, vantar að uppfæra upplýsingar. Setur fram ósk um að lækka aldur hjá tíkum fyrir pörun niður í 20 mánuði.
Begga Magg kemur með ábendingu að búið sé að taka fyrir að hægt sé að setja inn myndir eða nokkuð á facebook síðuna. Klara lofaði að því yrði komið í lag. Tillaga lögð fram að Rósa Traustadóttir taki að sé að sjá um heimasíðu deildarinnar. Hún sagðist vera tilbúin til þess. Tillaga um að félagsmenn geti sent inn myndir af hundinum sínum sem yrði svo birt á heimasíðu deildarinnar. Tillaga um að upplýsingar um got séu uppfærð reglulega. Varðandi got er það á ábyrgð ræktanda að senda inn og þeir gerðu það ekki. Stjórnin verður í sambandi við Rósu um aðstoð við að laga heimasíðuna.
Tillaga lögð fram að búa til ,,Like” síðu á facebook sem er læsileg öllum en ekki allir geta sett inn fréttir og upplýsingar.
Tillaga Sillu um að lækka aldur ræktunartíka við fyrstu pörun rædd. Innt eftir frekari rökum bendir Silla á að við erum eina landið í Evrópu sem eru með svona háan aldur við fyrstu pörun. Ásta María benti á að munur sé á þroska grindarinnar hjá 20 mánaða tík og 24 mánaða tík. Þegar tíkurnar eru yngri er grindin sveiganlegri en hjá 24 mánaða tíkum, sem er talið betra fyrir ræktun. Anna Jóna benti á að með tilliti til andlegs þroska tíkarinnar sé betra að þær séu 24 mánaða eða eldri. Silla benti á að hún og fleiri hefðu góða reynslu af því að rækta undan yngri tíkum. Danni varpar fram spurningu um hvort lækkun á þessum aldri muni verða til þess að hann færist smátt og smátt ennþá neðar. Skortir rökstuðning fyrir því að lækka ræktunaraldur tíka. Lagt er fram fyrir stjórn að hún kynni sér rökin með og á móti lækkun aldur tíka við fyrstu pörun og afli sér upplýsinga fyrir næsta félagsfund. Mikilvægast er að heilbrigði dýranna sé að leiðarljósi.
Silla varpar fram spurningu um hvenær gagnagrunnur verður notaður fyrir félagsmenn. Klara bendir á að það skorti peninga til að byggja utanum þennan gagnagrunn til að birta hann. Stjórn hefur skort þekkingu til að gera það sjálf. Kostnaðarsamt að byggja utanum gagnagrunninn sem ekki er birtingarhæfur í núverandi ástandi. Gagnagrunnur HRFÍ er enn í vinnslu, en mun ekki innihalda jafn mikið af heilsufarsupplýsingar. Bjarki benti á að hægt væri að setja gagnagrunnin á exel skjal og setja upp súlurit og dreifa því svo á alla félagsmenn. Bjarka boðið á næsta fund. Lögð fram tillaga af hálfu stjórnar að halda sér fund þar sem þessi gagnagrunnur og aðgengi félagsmanna að honum er ræddur og hvaða kostnaður liggur að baki því að koma honum í gagnið.
Spurning lögð fram um hvort einhverjar reglur sé til í deildinni um hvaða los sé leyfilegt að sé til staðar til að megi para. Svarið er nei, en viðmið stjórnar sé að mæla ekki með að para hunda með meira en samtals 3 í losi. Spurning lögð fram hvort einhver viðmið séu varðandi stærð ræktunardýra.Vandamál að dýralæknum ber ekki alltaf saman um hversu mikið los sami hundur hefur. Klara bendir á að mestallt er frítt af þeim hundum sem verið er að para. Spurt um aldur rakka, hvort það ætti að setja inn aldurstakmark. Spurt um fontanellu, hvort hún megi vera opin. Svarið er að samkvæmt standard má hún ekki vera það.
Danni lýsti yfir áhyggjum af því hvernig hið týpíska Chihuahua höfuð á að vera. Ýktara höfuð, kúpt enni og stutt trýni er fremur ávísun á stærri fontanellu og útstæðari augu. Heilsufarsvandamál geta fylgt þessu. Flestir sammála um að markmiðið sé að hundarnir séu með sem lokaðasta fontanellu, mikilvægast ávallt að stuðla að heilbrigði dýranna.
Þakkað fyrir mætingu á fundinn og fyrir góðan fund.
Fundi er slitið.