Stress
Höf. Klara Símonardóttir, chihuahua.is
Hvað veldur stressi í hundum
Stress er öllum nauðsynlegt til þess að koma einhverju í verk. Ef ekki væri fyrir heilbrigðan skammt af streitu færu fæstir fram úr rúminu á morgnana og í vinnu. Það sama á við um hunda, allir hundar þurfa ákveðinn skammt af stressi til þess að starfa almennilega. Þegar hundur sækir bolta þarf ákveðið stressmagn til þess að koma honum af stað og eins þegar hann hlýðir skipunum.
En of mikið stress getur valdið vandræðum, bæði líkamlegum og andlegum sem brjótast fram með mismunandi hætti og eru oft rangtúlkuð sem hegðunarvandamál.
Hvaðan kemur stress?
Nýrnahetturnar framleiða adrenalín sem hundurinn nýtir til þess að starfa eðlilega. Ef hundur er sífellt stressaður þá framleiða nýrnahetturnar æ meira adrenalín og fara að stækka. Stækkun á nýrnahettum gengur ekki til baka heldur veldur því að enn minna þarf til þess að stressa hundinn úr hófi fram. Til að gæta þess að hundurinn verði ekki of stressaður eða geti losað um stress verðum við að geta lesið hundinn okkar ásamt aðstæðum.
Hver eru einkenni mikils stress?
Einkenni mikils stress eru misjöfn eftir tegundum en eftirfarandi einkenni koma þó mörg fram hjá flestum tegundum en í mis miklu mæli. Chihuahua fær t.d. frekar flösu og hárlos en Shih Tzu slefar.
Helstu einkenni stress:
Slef - Hundurinn fer að slefa óeðlilega mikið
Hárlos - Feldurinn hreinlega spýtist af hundinum
Flasa - Þegar stressið er orðið of mikið má sjá flösuna spretta skyndilega fram
Rauð augu - Mikil streita veldur því að hundurinn verður mjög rauðeygður.
Þar sem tegundir eru eins ólíkar og þær eru margar og einnig einstaklingar innan þeirra verðum við að þekkja okkar hund og skoða hann þegar hann er rólegur til þess að meta hvert eðlilegt ástand er hjá honum en án þess er erfitt að sjá óeðlilegt ástand.
Hvað stressar?
Misjafnt er hvað stressar hunda og í hve miklu mæli en hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:
Ferð til dýralæknis
Hitta nýja hunda
Mikill leikur
Ónóg og mjög óregluleg athygli frá eiganda
Hreyfingarleysi
Slæm tenging vegna fyrri upplifunar (hundar sem ráðist hefur verið á eiga oft erfitt með að hitta nýja hunda, eins geta hundar tengt ákveðna staði við óþægindi)
Miklar kröfur
Lítill friður (hundar á fjölmennum heimilum sem ekki fá svefnfrið)
Stress losun
Hundar hafa ýmsar náttúrulegar leiðir fyrir líkamann til þess að losa um stress, má þar nefna að þeir geispa, míga mikið eða skíta, æla, ofanda, væla og gelta. Þessi losun er ekki nærri því alltaf næg heldur verðum við oft að grípa inn í og hjálpa hundinum í gegnum þær aðstæður sem stressa hann.
Slökun er eitt besta tækið í hundaþjálfun og uppeldi. Hún veitir okkur góða stund með hundinum ásamt því að hann fær tækifæri til þess að losa um spennu og ná ró sinni. Því yngri sem hundur lærir slökun því betra en aldrei er of seint að byrja.
Í slökun felst að hundurinn er tekinn frá þeim aðstæðum sem stressa hann og hann látinn liggja í fangi eigandans sem strýkur honum rólega þar til hundurinn er algjörlega rólegur (fætur ekki lengur spenntir) sama hversu langan tíma það tekur. Í byrjun tekur þetta oft lengri tíma og því hentugt að æfa slökun heima fyrir framan sjónvarpið en því oftar sem hundurinn er tekinn í slökun því hraðar nær hann rólegu ástandi.
Slökun er nauðsynleg í allri þjálfun bæði fyrir og eftir æfingar. Slökun fyrir æfingar hjálpar til þess að fá samband við hundinn sem er nauðsynlegt ásamt því sem hann er rólegri og viljugri til vinnu. Slökun eftir æfingar er einnig nauðsynleg til þess að hundurinn nái að melta æfingarnar og einnig hefur það sýnt sig að hundar muna og læra betur þegar slökun er notuð með æfingum.
Það er okkar sem hundaeigenda að hafa vit fyrir hundunum og ef hægt er að koma þeim ekki í mjög stressandi aðstæður, þar sem það er ekki alltaf mögulegt er nauðsynlegt að þekkja merki of mikils stress og að vita hvernig má bregðast við þeim.
Hvað veldur stressi í hundum
Stress er öllum nauðsynlegt til þess að koma einhverju í verk. Ef ekki væri fyrir heilbrigðan skammt af streitu færu fæstir fram úr rúminu á morgnana og í vinnu. Það sama á við um hunda, allir hundar þurfa ákveðinn skammt af stressi til þess að starfa almennilega. Þegar hundur sækir bolta þarf ákveðið stressmagn til þess að koma honum af stað og eins þegar hann hlýðir skipunum.
En of mikið stress getur valdið vandræðum, bæði líkamlegum og andlegum sem brjótast fram með mismunandi hætti og eru oft rangtúlkuð sem hegðunarvandamál.
Hvaðan kemur stress?
Nýrnahetturnar framleiða adrenalín sem hundurinn nýtir til þess að starfa eðlilega. Ef hundur er sífellt stressaður þá framleiða nýrnahetturnar æ meira adrenalín og fara að stækka. Stækkun á nýrnahettum gengur ekki til baka heldur veldur því að enn minna þarf til þess að stressa hundinn úr hófi fram. Til að gæta þess að hundurinn verði ekki of stressaður eða geti losað um stress verðum við að geta lesið hundinn okkar ásamt aðstæðum.
Hver eru einkenni mikils stress?
Einkenni mikils stress eru misjöfn eftir tegundum en eftirfarandi einkenni koma þó mörg fram hjá flestum tegundum en í mis miklu mæli. Chihuahua fær t.d. frekar flösu og hárlos en Shih Tzu slefar.
Helstu einkenni stress:
Slef - Hundurinn fer að slefa óeðlilega mikið
Hárlos - Feldurinn hreinlega spýtist af hundinum
Flasa - Þegar stressið er orðið of mikið má sjá flösuna spretta skyndilega fram
Rauð augu - Mikil streita veldur því að hundurinn verður mjög rauðeygður.
Þar sem tegundir eru eins ólíkar og þær eru margar og einnig einstaklingar innan þeirra verðum við að þekkja okkar hund og skoða hann þegar hann er rólegur til þess að meta hvert eðlilegt ástand er hjá honum en án þess er erfitt að sjá óeðlilegt ástand.
Hvað stressar?
Misjafnt er hvað stressar hunda og í hve miklu mæli en hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:
Ferð til dýralæknis
Hitta nýja hunda
Mikill leikur
Ónóg og mjög óregluleg athygli frá eiganda
Hreyfingarleysi
Slæm tenging vegna fyrri upplifunar (hundar sem ráðist hefur verið á eiga oft erfitt með að hitta nýja hunda, eins geta hundar tengt ákveðna staði við óþægindi)
Miklar kröfur
Lítill friður (hundar á fjölmennum heimilum sem ekki fá svefnfrið)
Stress losun
Hundar hafa ýmsar náttúrulegar leiðir fyrir líkamann til þess að losa um stress, má þar nefna að þeir geispa, míga mikið eða skíta, æla, ofanda, væla og gelta. Þessi losun er ekki nærri því alltaf næg heldur verðum við oft að grípa inn í og hjálpa hundinum í gegnum þær aðstæður sem stressa hann.
Slökun er eitt besta tækið í hundaþjálfun og uppeldi. Hún veitir okkur góða stund með hundinum ásamt því að hann fær tækifæri til þess að losa um spennu og ná ró sinni. Því yngri sem hundur lærir slökun því betra en aldrei er of seint að byrja.
Í slökun felst að hundurinn er tekinn frá þeim aðstæðum sem stressa hann og hann látinn liggja í fangi eigandans sem strýkur honum rólega þar til hundurinn er algjörlega rólegur (fætur ekki lengur spenntir) sama hversu langan tíma það tekur. Í byrjun tekur þetta oft lengri tíma og því hentugt að æfa slökun heima fyrir framan sjónvarpið en því oftar sem hundurinn er tekinn í slökun því hraðar nær hann rólegu ástandi.
Slökun er nauðsynleg í allri þjálfun bæði fyrir og eftir æfingar. Slökun fyrir æfingar hjálpar til þess að fá samband við hundinn sem er nauðsynlegt ásamt því sem hann er rólegri og viljugri til vinnu. Slökun eftir æfingar er einnig nauðsynleg til þess að hundurinn nái að melta æfingarnar og einnig hefur það sýnt sig að hundar muna og læra betur þegar slökun er notuð með æfingum.
Það er okkar sem hundaeigenda að hafa vit fyrir hundunum og ef hægt er að koma þeim ekki í mjög stressandi aðstæður, þar sem það er ekki alltaf mögulegt er nauðsynlegt að þekkja merki of mikils stress og að vita hvernig má bregðast við þeim.