Sérreglur fyrir Chihuahua fyrir skráningu í ættbók sem tóku gildi 1. janúar 2009.
Lenging augnvottorða tók gildi 18.05.2018.
Augnskoðun: vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun. (Gildir frá 18.05.2018).
Hnéskeljaskoðun: skila þarf vottorði frá dýralækni um ástand hnéskelja ræktunardýrs, þ.m.t. gráðun á losi ef um slíkt er að ræða. Vottorð gefið út fyrir ræktunardýr undir tveggja ára aldri gildir í eitt ár, vottorð tveggja ára ræktunardýrs gildir ævilangt.
Merle: Hvolpar undan Chihuahua hundum af merle lit fást ekki ættbókarfærðir hjá HRFÍ.
Aldur: Samkvæmt grundvallarreglum HRFÍ grein 3.3.skal ekki para tík fyrir tveggja ára aldur.
Úr reglugerð um skráningu í ættbók Hundaræktarfélags Íslands bls. 14
Augnvottorð Chihuahua.
Þar sem misskilningur hefur verið um hvernig ber að túlka nýlega breytingu á lengingu augnvottorða Chihuahua sem núverandi stjórn vann að og tók gildi 18.05.2018. Þá er það niðurstaða okkar í stjórn Chihuahua deildarinnar að túlka breytinguna á þann hátt að þau augnvottorð sem voru í gildi þann 18.05.2018, þegar nýtt sérákvæði hvað varðar reglugerð um ættbókarskráningu fyrir chihuahua tók gildi, að þau gildi til 25 mánaða í stað 13 mánaða eins og áður var. Þá ber að nefna að enn er óskað eftir að hnéskelja vottorð liggi fyrir við pörun skv reglugerðinni. Engar breytingar voru gerðar á þeim hluta reglugerðarinnar.
Reglugerð um skráningu í ættbók:
Chihuahua. Augnvottorð: vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun. (Gildir frá 18.05.2018). Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann, ásamt al- og hálfsystkinum hundsins. (Skv. beiðni frá stjórn Chihuahuadeildar). (Gildir frá 01.09.2012 til amk 21.11.2017). Hnéskeljaskoðun: Skila þarf vottorði frá dýralækni um ástand hnéskelja ræktunardýrs, þ.m.t. gráðun á losi ef um slíkt er að ræða. Niðurstöður eiga að liggja fyrir við pörun. Vottorð gefið út fyrir ræktunardýr undir tveggja ára aldri gildir í eitt ár, vottorð tveggja ára ræktunardýrs gildir ævilangt. (Gildir frá 01.01.2009 til amk 21.11.2017).
Þar sem misskilningur hefur verið um hvernig ber að túlka nýlega breytingu á lengingu augnvottorða Chihuahua sem núverandi stjórn vann að og tók gildi 18.05.2018. Þá er það niðurstaða okkar í stjórn Chihuahua deildarinnar að túlka breytinguna á þann hátt að þau augnvottorð sem voru í gildi þann 18.05.2018, þegar nýtt sérákvæði hvað varðar reglugerð um ættbókarskráningu fyrir chihuahua tók gildi, að þau gildi til 25 mánaða í stað 13 mánaða eins og áður var. Þá ber að nefna að enn er óskað eftir að hnéskelja vottorð liggi fyrir við pörun skv reglugerðinni. Engar breytingar voru gerðar á þeim hluta reglugerðarinnar.
Reglugerð um skráningu í ættbók:
Chihuahua. Augnvottorð: vottorð má ekki vera eldra en 25 mánaða við pörun. (Gildir frá 18.05.2018). Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann, ásamt al- og hálfsystkinum hundsins. (Skv. beiðni frá stjórn Chihuahuadeildar). (Gildir frá 01.09.2012 til amk 21.11.2017). Hnéskeljaskoðun: Skila þarf vottorði frá dýralækni um ástand hnéskelja ræktunardýrs, þ.m.t. gráðun á losi ef um slíkt er að ræða. Niðurstöður eiga að liggja fyrir við pörun. Vottorð gefið út fyrir ræktunardýr undir tveggja ára aldri gildir í eitt ár, vottorð tveggja ára ræktunardýrs gildir ævilangt. (Gildir frá 01.01.2009 til amk 21.11.2017).