Inn-ræktun, línu-ræktun, óskyld-ræktun ?
Höf. Sigurlaug Hauksdóttir,birtist í Sámi.
Hver einast ræktandi/einstaklingur hefur í raun sína eigin skilgreiningu á þessum hlutum. Og að sjálfsögðu sínar eigin ástæður fyrir þeim ákvörðunum sem þeir gera í ræktun sinni. Ég reyni hér að gera ykkur grein fyrir mínu viðhorfi til þessara hluta, en ég er ekki vísindamaður, og ég er líka alveg viss um að það eru ekki allir sammála mér. Ég ætla því að byrja hér á allra umdeildustu aðferðinni.
Inn-ræktun
Í fyrsta lagi, þá er mín skilgreining á innræktun þegar paraðir eru afar náskyldir einstaklingar, t.d. faðir við dóttur, sonur við móður eða alsystkin. Og hafið í huga að ég er hér að tala um innræktun sem val ræktanda. semsagt ekki slys.
Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að ræktandi gæti valið að inn-rækta, önnur er að ræktandi er að reyna að "festa inni" ákveðna góða eiginleika, útlit og/eða hæfileikar, ræktunardýrs, þ.e. gera ræktunardýrið einsleitara og með meiri erfðafestu. Von ræktandans í þessu tilfelli væri því að ná fram góðum einstaklingum í sinni ræktun. Þannig ræktunardýr myndi þá gefa áfram einsleitari eiginleika/útlit.
Hin ástæðan er sú að ræktandi vill reyna að fá fram í dagsljósið falda arfgenga galla. Með því að para saman afar náskylda einstaklinga þá ert þú að vinna með mikið takmarkaðri "genapoll", og þ.a.l. eru mikið meiri líkur á því að faldir gallar, t..d heilsufarsgallar, komi fram í afkvæmum. Ef þannig einstaklingar koma fram í gotinu, þá veitir það ræktandanum í raun ómetanlegar upplýsingar um þá földu galla sem ræktunardýrin hans bera með sér, og ekki bara ræktandum heldur líka öllum öðrum ræktendum sem að eru að rækta þessa tegund.. vegna þess að góður ræktandi liggur að sjálfsögðu ekki á svona upplýsingum.
Svona upplýsingar, þegar ekki er legið á þeim, eru ómetanlegar hverju hundakyni og eru mikilvægt tól í þeirri vinnu að rækta heilbrigðara, langlífara og "týpiskara" hundakyn.
Er inn-ræktun þá í lagi?
Mitt álit er að ekki eigi að fordæma eða afskrifa inn-ræktun alfarið. Þessi aðferð getur verið ómetanlegt tól.. en einungis í AFAR, AFAR, takmörkuðum mæli og einungis þá hjá ræktanda með AFAR, AFAR víðfeðma þekkingu á sínu hundakyni og þeim hundum sem hann er að vinna með. Þetta er alls ekki eitthvað sem ætti að gera reglulega eða í skilingslausu tómi.
Svo ég komi með dæmi þar sem svona gæti nýst ræktanda afar vel.
Ofurrakki er í eigu ákveðins ræktanda sem að hefur verið að rækta sína hunda og er búinn að koma sér upp ákveðinni línu. Ræktandinn hefur ræktað reglulega undan nokkrum tíkum og hefur einnig nokkra rakka í sinni eigu sem eru notaðir bæði á hans tíkur og annarra. Nú, Ofurrakki hefur gert það afar gott á sýningum síðan hann var bara unghundur, hann hefur afar góða skapgerð og heilbrigði er einnig gott, hann er semsagt framúrskarandi einstaklingur sinnar tegundar.
Hann er núna 4 ára gamall og hefur verið eftirsóttur til ræktunar, og verið notaður á ófáar tíkur. Og núna eru einstaklingar undan honum komnir á þann aldur að farið er að rækta undan þeim og búið að gera heilsufarspróf á þeim, mjaðma/olnbogamyndanir, augnskoðanir eða hvað það sem þessi tegund þarf til. Og þessi afkvæmi reynast öll koma afar vel út (útlit, heilsufar og skapgerð) og eru komin inn í ræktunaráætlanir annarra ræktenda.
Þegar hér er komið, þá telur ræktandinn sig vita nokkuð vel hverjir erfðaeiginleikar Ofurrakka og móður hans séu..þau eru bæði óvenju góð eintök sinnar tegundar á margan hátt. En, sumir eiginleikar eru bara svo vel faldir eða sjaldgæfir að þeir hreinlega koma ekki fram við venjubundna ræktun. Það eru margir einstaklingar undan þessum vinsæla hundi á leið út í ræktun..getur verið að einhversstaðar leynist tímasprengja sem Ofurrakki laumaði með til afkomenda sinna ásamt öllum góðum eiginleikunum?
Ein leið til að finna út úr því er að gera eina eða tvær innræktunarparanir og fylgja þeim nákvæmlega eftir. Gefum okkur að Ofurrakki sé paraður við móður sína (sem er eins og áður sagði óvenju gott eintak sinnar tegundar, og hefur reynst góð ræktunartík og alltaf gotið án nokkurra vandkvæða og skilað af sér góðum einstaklingum) Segjum að t.d. einn hvolpurinn úr þessu innræktunargoti greinist með PRA eins ár gamall, þá VEIT ræktandinn að Ofurrakki er arfberi fyrir þennan sjúkdóm.og ALLIR einstaklingar undan honum eru að minnsta kosti með 50% líkur á því að vera það líka.
Fyrir suma ræktendur væri þetta næg ástæða til að taka þessa hunda alfarið út úr ræktun hjá sér. Aðrir ræktendur gætu samt haldið hundinum inni í ræktun en passað sig þá á því að para á móti einstklingum sem afar ólíklegt er að beri þennan sjúkdóm með sér. Hvort heldur sem er gert, upplýsingarnar sem öfluðust vegna þessarar innræktunar eru ómetanlegar.
Hvað er þá svona hræðilegt við inn-ræktun?
Það eru margar og ítarlegar rannsóknir sem benda til þess að ítrekaðar inn-ræktanir valdi m.a. minni frjósemi og framkalli veikari einstaklinga, líkamlega og andlega. Maður styrkir nefnilega ekki bara góðu eiginleikana heldur þá slæmu líka, og endurtekin inn-ræktun hefur ákveðin áhrif á genapakka einstaklinganna, sem við skiljum ekki að fullu.
Línu-ræktun
Línu-ræktun er einfaldlega þegar að paraðir eru eistaklingar sem eiga sameiginlegan einn eða fleiri forfeður. Það eru til margar tegundir línu-ræktunar, hún fer t.d. oft afar nálægt því að vera inn-ræktun, t.d. þegar verið er að para afa eða ömmu við barnabarni, hálfsystkin eða föðurbróður við bróðurdóttur svo dæmi séu nefnd. En afar algengt er t.d. að sjá sama afa hjá pöruðum ræktunardýrum, þá er verið að byggja upp ræktunina á þessum ákveðna einstakling, og þar sem að hann kemur a.m.k. tvisvar fyrir í ættbókinni þá ætti hann þ.a.l. að eiga meira í erfðaeiginleikum einstaklingsins en hinir einstaklingarnir sem koma þar fram.
Algengasta aðferðin sem notuð er í línu-ræktun, er þegar að ákveðinn einstaklingur er notaður sem miðjupunktur. Það er, hver pörun er gerð með það í huga að sem mest erfist af eiginleikum þessa ákveðna einstaklings. Markimiðið væri að ná fram góðum eiginleikum hans/hennar, en í leiðinni að fá inn einstaklinga til að styrkja veikari hliðar hans/hennar. Því lengra aftur í ættbók sem einstaklingurinn er því lengri tíma tekur að byggja upp línuræktun á eiginleika þessa ákveðna einstaklings, góður ræktandi er nefnilega ekki að rækta einstaklinginn í akkúrat næsta goti, heldur er hann að plana got langt fram í tímann og er að horfa til heildarinnar og einstaklinga í framtíðinni. Einnig er hægt að línurækta á ákveðið par einstaklinga, hvort sem þeir sjálfir hafi verið einhverntíma paraðir eða ekki.
Maður verður að vera afar meðvitaður um arfgengi, það er ekki nóg að hafa bara þessa venjulegu þriggja ættliða ættbók í höndunum þegar parað er, það er algert lágmark að hafa fimm ættliði á hreinu, ekki bara einstaklingana heldur líka öll gotsystkin. og það getur verið óskaplegur fjöldi einstaklinga.
Nú. er þá línu-ræktun góð eða slæm?
Hún getur verið hvoru tveggja. Línu-ræktun er sú aðferð sem langflestir áhugaræktendur nota. Þessi aðferð gerir þeim kleyft að gera sér betri grein fyrir kostum og göllum sinna ræktunardýra. Þetta er líka aðferð til að fá traustari og jafnari got, þar sem lítið er af óvæntum uppákomum. Einnig er þetta aðferð til að rækta út galla og fá "týpískari" hunda.
Á hinn bóginn, ef maður er að vinna með lítinn stofn, eins og t.d. íslenska fjárhundinn, þá gæti áhættan verið t.d. minnkandi frjósemi og meira veikburða einstaklingar. Vegna þess að þrátt fyrir að nokkuð þétt línuræktun geti virkað vel í einhvern tíma hjá ákveðnum ræktanda, þá er spurning hvernig það kemur út í heildina og til langs tíma litið.
Óskyld ræktun
Óskyld-ræktun er pörun einstaklinga sem eru, það best maður sér, óskyldir. Þ.e. engir sameiginlegir forfeður í 3 ættliða ættbók eða kannski mögulega einn sameiginlegur forfaðir í 4 ættliða ættbók, meiri skyldleiki en það er línu-ræktun. En, einnig þarf ræktandinn að sjálfsögðu að vera meðvitaður um gotsystkin o.þ.h. skyldleiki getur verið mikill þrátt fyrri að ekki séu sömu einstaklingar í ættbók.
Þegar parað er óskylt, þá reynir ræktandi eftir fremsta megni að finna t.d. rakka sem styrkir kosti tíkurinnar og vegur upp þá galla sem tíkin eða sú lína sem tíkin er af, hefur. OG passar sérstaklega að ekki sé verið að para á móti mögulegum arfgengum sjúkdómum sem tíkin gæti, eða er vitað að tíkin ber með sér.
Nú..er þá óskyld ræktun góð eða slæm?
Hvorutvegga. (hissa?)
Kostirnir við óskylda-ræktun eru að oftar koma heilbrigðari einstaklingar úr þannig gotum, sérstaklega ef mikið er vitað um fjölskyldur beggja einstaklinga sem paraðir eru.
Þessi "þynning" á genum arfgengra sjúkdóma er þó tvíeggjað sverð.. þótt mögulega komi heilbrigðari einstaklingar úr þessu ákveðna goti, þá gætir þú líka verið að dreifa ákveðnum sjúkdómagenum víðar um stofninn, sem gæti þá orðið til þess að sjúkdómurinn gæti skotið upp kollinum einhverjum kynslóðum seinna.
Got verða líka ekki eins "fyrirséð" og byggjast upp af "ójafnari" einstaklingum en í línu-ræktun. Í stað þess að t.d. 30% af gotinu séu kannski afar góðir einstaklingar, eða svokallað "show potential" þá færðu kannski bara 10% af gotinu sem þú gætir hugsað þér að halda áfram með. Þetta þarf að sjálfsögðu ekki að vera, gotið getur verið virkilega jafnt og gott, en líkurnar eru manni samt frekar í óhag í þessum efnum.
Og ef þú færð góðan einstakling úr óskylda gotinu, þá ertu ekki með eins einsleitan einstakling og úr línu-ræktuðu goti. Það er mun erfiðara að sjá fyrir erfðaeiginleikana sem slíkur einstaklingur kemur áfram í afkvæmi sín, og minni líkur eru á því að fá áfram ákveðna eiginleika, þ.e. erfðafestan er minni.
Þannig að, óskyld ræktun, er ekki fyrir þá sem að vilja ná ákveðnum árangri á sem stystum tíma. En, þegar þetta er gert af kunnáttu þá gefur þetta oft heilbrigðari einstaklinga og styrkir stofninn.
Og. ég verð að koma þessu að. Óskyld ræktun er alls ekki bara einhverjir tveir óskyldir einstaklingar. Margir "bakgarðs" ræktendur, sakir þekkingarleysis sins, gagnrýna áhugaræktendur fyrir línu-ræktun og kalla inn-ræktun (sem er í raun afar sjaldgæf). Þessir "ræktendur" segja grobbnir og staðfastir að það sé sko engin úrkynjun vegna inn-ræktunar hjá þeim, þeirra ræktunarhundar séu sko alls óskyldir. Málið er bara að þegar paraðir eru tveir óskyldir einstaklingar án ítarlegrar þekkingar á ættum þeirra og genauppbyggingu, þá gefur slík pörun yfirleitt mikið slakari niðurstöðu en línu-ræktunin hjá áhugaræktandum, sem að ver mestum frítíma sínum í að kynna sér ættir og einstaklinga ræktunardýra sinna og planar got langt fram í tímann.
Málið er að allar þessar aðferðir eiga fullkominn rétt á sér, og bestur árangur næst þegar þær eru allar notaðar. í viðeigandi mæli. Ég myndi t.d. alls ekki vilja sjá öll got þétt línu-ræktuð, né heldur alveg óskyld, það myndi ekki leiða til neins góðs.
Eru þá ekki allir með þetta á hreinu.
Vil þó taka fram að við erum í raun afar skammt á veg komin í erfðafræði hundins, og mögulega verða komin einföld próf í framtíðinni sem að maður getur notað og séð þá hvort ákveðinn einstaklingur er beri fyrir ákveðnum hlutum, varðandi t.d. heilbrigði eða útlit, en þangað til verður kunnátta ræktandans að vera það sem treyst er á.
Hver einast ræktandi/einstaklingur hefur í raun sína eigin skilgreiningu á þessum hlutum. Og að sjálfsögðu sínar eigin ástæður fyrir þeim ákvörðunum sem þeir gera í ræktun sinni. Ég reyni hér að gera ykkur grein fyrir mínu viðhorfi til þessara hluta, en ég er ekki vísindamaður, og ég er líka alveg viss um að það eru ekki allir sammála mér. Ég ætla því að byrja hér á allra umdeildustu aðferðinni.
Inn-ræktun
Í fyrsta lagi, þá er mín skilgreining á innræktun þegar paraðir eru afar náskyldir einstaklingar, t.d. faðir við dóttur, sonur við móður eða alsystkin. Og hafið í huga að ég er hér að tala um innræktun sem val ræktanda. semsagt ekki slys.
Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að ræktandi gæti valið að inn-rækta, önnur er að ræktandi er að reyna að "festa inni" ákveðna góða eiginleika, útlit og/eða hæfileikar, ræktunardýrs, þ.e. gera ræktunardýrið einsleitara og með meiri erfðafestu. Von ræktandans í þessu tilfelli væri því að ná fram góðum einstaklingum í sinni ræktun. Þannig ræktunardýr myndi þá gefa áfram einsleitari eiginleika/útlit.
Hin ástæðan er sú að ræktandi vill reyna að fá fram í dagsljósið falda arfgenga galla. Með því að para saman afar náskylda einstaklinga þá ert þú að vinna með mikið takmarkaðri "genapoll", og þ.a.l. eru mikið meiri líkur á því að faldir gallar, t..d heilsufarsgallar, komi fram í afkvæmum. Ef þannig einstaklingar koma fram í gotinu, þá veitir það ræktandanum í raun ómetanlegar upplýsingar um þá földu galla sem ræktunardýrin hans bera með sér, og ekki bara ræktandum heldur líka öllum öðrum ræktendum sem að eru að rækta þessa tegund.. vegna þess að góður ræktandi liggur að sjálfsögðu ekki á svona upplýsingum.
Svona upplýsingar, þegar ekki er legið á þeim, eru ómetanlegar hverju hundakyni og eru mikilvægt tól í þeirri vinnu að rækta heilbrigðara, langlífara og "týpiskara" hundakyn.
Er inn-ræktun þá í lagi?
Mitt álit er að ekki eigi að fordæma eða afskrifa inn-ræktun alfarið. Þessi aðferð getur verið ómetanlegt tól.. en einungis í AFAR, AFAR, takmörkuðum mæli og einungis þá hjá ræktanda með AFAR, AFAR víðfeðma þekkingu á sínu hundakyni og þeim hundum sem hann er að vinna með. Þetta er alls ekki eitthvað sem ætti að gera reglulega eða í skilingslausu tómi.
Svo ég komi með dæmi þar sem svona gæti nýst ræktanda afar vel.
Ofurrakki er í eigu ákveðins ræktanda sem að hefur verið að rækta sína hunda og er búinn að koma sér upp ákveðinni línu. Ræktandinn hefur ræktað reglulega undan nokkrum tíkum og hefur einnig nokkra rakka í sinni eigu sem eru notaðir bæði á hans tíkur og annarra. Nú, Ofurrakki hefur gert það afar gott á sýningum síðan hann var bara unghundur, hann hefur afar góða skapgerð og heilbrigði er einnig gott, hann er semsagt framúrskarandi einstaklingur sinnar tegundar.
Hann er núna 4 ára gamall og hefur verið eftirsóttur til ræktunar, og verið notaður á ófáar tíkur. Og núna eru einstaklingar undan honum komnir á þann aldur að farið er að rækta undan þeim og búið að gera heilsufarspróf á þeim, mjaðma/olnbogamyndanir, augnskoðanir eða hvað það sem þessi tegund þarf til. Og þessi afkvæmi reynast öll koma afar vel út (útlit, heilsufar og skapgerð) og eru komin inn í ræktunaráætlanir annarra ræktenda.
Þegar hér er komið, þá telur ræktandinn sig vita nokkuð vel hverjir erfðaeiginleikar Ofurrakka og móður hans séu..þau eru bæði óvenju góð eintök sinnar tegundar á margan hátt. En, sumir eiginleikar eru bara svo vel faldir eða sjaldgæfir að þeir hreinlega koma ekki fram við venjubundna ræktun. Það eru margir einstaklingar undan þessum vinsæla hundi á leið út í ræktun..getur verið að einhversstaðar leynist tímasprengja sem Ofurrakki laumaði með til afkomenda sinna ásamt öllum góðum eiginleikunum?
Ein leið til að finna út úr því er að gera eina eða tvær innræktunarparanir og fylgja þeim nákvæmlega eftir. Gefum okkur að Ofurrakki sé paraður við móður sína (sem er eins og áður sagði óvenju gott eintak sinnar tegundar, og hefur reynst góð ræktunartík og alltaf gotið án nokkurra vandkvæða og skilað af sér góðum einstaklingum) Segjum að t.d. einn hvolpurinn úr þessu innræktunargoti greinist með PRA eins ár gamall, þá VEIT ræktandinn að Ofurrakki er arfberi fyrir þennan sjúkdóm.og ALLIR einstaklingar undan honum eru að minnsta kosti með 50% líkur á því að vera það líka.
Fyrir suma ræktendur væri þetta næg ástæða til að taka þessa hunda alfarið út úr ræktun hjá sér. Aðrir ræktendur gætu samt haldið hundinum inni í ræktun en passað sig þá á því að para á móti einstklingum sem afar ólíklegt er að beri þennan sjúkdóm með sér. Hvort heldur sem er gert, upplýsingarnar sem öfluðust vegna þessarar innræktunar eru ómetanlegar.
Hvað er þá svona hræðilegt við inn-ræktun?
Það eru margar og ítarlegar rannsóknir sem benda til þess að ítrekaðar inn-ræktanir valdi m.a. minni frjósemi og framkalli veikari einstaklinga, líkamlega og andlega. Maður styrkir nefnilega ekki bara góðu eiginleikana heldur þá slæmu líka, og endurtekin inn-ræktun hefur ákveðin áhrif á genapakka einstaklinganna, sem við skiljum ekki að fullu.
Línu-ræktun
Línu-ræktun er einfaldlega þegar að paraðir eru eistaklingar sem eiga sameiginlegan einn eða fleiri forfeður. Það eru til margar tegundir línu-ræktunar, hún fer t.d. oft afar nálægt því að vera inn-ræktun, t.d. þegar verið er að para afa eða ömmu við barnabarni, hálfsystkin eða föðurbróður við bróðurdóttur svo dæmi séu nefnd. En afar algengt er t.d. að sjá sama afa hjá pöruðum ræktunardýrum, þá er verið að byggja upp ræktunina á þessum ákveðna einstakling, og þar sem að hann kemur a.m.k. tvisvar fyrir í ættbókinni þá ætti hann þ.a.l. að eiga meira í erfðaeiginleikum einstaklingsins en hinir einstaklingarnir sem koma þar fram.
Algengasta aðferðin sem notuð er í línu-ræktun, er þegar að ákveðinn einstaklingur er notaður sem miðjupunktur. Það er, hver pörun er gerð með það í huga að sem mest erfist af eiginleikum þessa ákveðna einstaklings. Markimiðið væri að ná fram góðum eiginleikum hans/hennar, en í leiðinni að fá inn einstaklinga til að styrkja veikari hliðar hans/hennar. Því lengra aftur í ættbók sem einstaklingurinn er því lengri tíma tekur að byggja upp línuræktun á eiginleika þessa ákveðna einstaklings, góður ræktandi er nefnilega ekki að rækta einstaklinginn í akkúrat næsta goti, heldur er hann að plana got langt fram í tímann og er að horfa til heildarinnar og einstaklinga í framtíðinni. Einnig er hægt að línurækta á ákveðið par einstaklinga, hvort sem þeir sjálfir hafi verið einhverntíma paraðir eða ekki.
Maður verður að vera afar meðvitaður um arfgengi, það er ekki nóg að hafa bara þessa venjulegu þriggja ættliða ættbók í höndunum þegar parað er, það er algert lágmark að hafa fimm ættliði á hreinu, ekki bara einstaklingana heldur líka öll gotsystkin. og það getur verið óskaplegur fjöldi einstaklinga.
Nú. er þá línu-ræktun góð eða slæm?
Hún getur verið hvoru tveggja. Línu-ræktun er sú aðferð sem langflestir áhugaræktendur nota. Þessi aðferð gerir þeim kleyft að gera sér betri grein fyrir kostum og göllum sinna ræktunardýra. Þetta er líka aðferð til að fá traustari og jafnari got, þar sem lítið er af óvæntum uppákomum. Einnig er þetta aðferð til að rækta út galla og fá "týpískari" hunda.
Á hinn bóginn, ef maður er að vinna með lítinn stofn, eins og t.d. íslenska fjárhundinn, þá gæti áhættan verið t.d. minnkandi frjósemi og meira veikburða einstaklingar. Vegna þess að þrátt fyrir að nokkuð þétt línuræktun geti virkað vel í einhvern tíma hjá ákveðnum ræktanda, þá er spurning hvernig það kemur út í heildina og til langs tíma litið.
Óskyld ræktun
Óskyld-ræktun er pörun einstaklinga sem eru, það best maður sér, óskyldir. Þ.e. engir sameiginlegir forfeður í 3 ættliða ættbók eða kannski mögulega einn sameiginlegur forfaðir í 4 ættliða ættbók, meiri skyldleiki en það er línu-ræktun. En, einnig þarf ræktandinn að sjálfsögðu að vera meðvitaður um gotsystkin o.þ.h. skyldleiki getur verið mikill þrátt fyrri að ekki séu sömu einstaklingar í ættbók.
Þegar parað er óskylt, þá reynir ræktandi eftir fremsta megni að finna t.d. rakka sem styrkir kosti tíkurinnar og vegur upp þá galla sem tíkin eða sú lína sem tíkin er af, hefur. OG passar sérstaklega að ekki sé verið að para á móti mögulegum arfgengum sjúkdómum sem tíkin gæti, eða er vitað að tíkin ber með sér.
Nú..er þá óskyld ræktun góð eða slæm?
Hvorutvegga. (hissa?)
Kostirnir við óskylda-ræktun eru að oftar koma heilbrigðari einstaklingar úr þannig gotum, sérstaklega ef mikið er vitað um fjölskyldur beggja einstaklinga sem paraðir eru.
Þessi "þynning" á genum arfgengra sjúkdóma er þó tvíeggjað sverð.. þótt mögulega komi heilbrigðari einstaklingar úr þessu ákveðna goti, þá gætir þú líka verið að dreifa ákveðnum sjúkdómagenum víðar um stofninn, sem gæti þá orðið til þess að sjúkdómurinn gæti skotið upp kollinum einhverjum kynslóðum seinna.
Got verða líka ekki eins "fyrirséð" og byggjast upp af "ójafnari" einstaklingum en í línu-ræktun. Í stað þess að t.d. 30% af gotinu séu kannski afar góðir einstaklingar, eða svokallað "show potential" þá færðu kannski bara 10% af gotinu sem þú gætir hugsað þér að halda áfram með. Þetta þarf að sjálfsögðu ekki að vera, gotið getur verið virkilega jafnt og gott, en líkurnar eru manni samt frekar í óhag í þessum efnum.
Og ef þú færð góðan einstakling úr óskylda gotinu, þá ertu ekki með eins einsleitan einstakling og úr línu-ræktuðu goti. Það er mun erfiðara að sjá fyrir erfðaeiginleikana sem slíkur einstaklingur kemur áfram í afkvæmi sín, og minni líkur eru á því að fá áfram ákveðna eiginleika, þ.e. erfðafestan er minni.
Þannig að, óskyld ræktun, er ekki fyrir þá sem að vilja ná ákveðnum árangri á sem stystum tíma. En, þegar þetta er gert af kunnáttu þá gefur þetta oft heilbrigðari einstaklinga og styrkir stofninn.
Og. ég verð að koma þessu að. Óskyld ræktun er alls ekki bara einhverjir tveir óskyldir einstaklingar. Margir "bakgarðs" ræktendur, sakir þekkingarleysis sins, gagnrýna áhugaræktendur fyrir línu-ræktun og kalla inn-ræktun (sem er í raun afar sjaldgæf). Þessir "ræktendur" segja grobbnir og staðfastir að það sé sko engin úrkynjun vegna inn-ræktunar hjá þeim, þeirra ræktunarhundar séu sko alls óskyldir. Málið er bara að þegar paraðir eru tveir óskyldir einstaklingar án ítarlegrar þekkingar á ættum þeirra og genauppbyggingu, þá gefur slík pörun yfirleitt mikið slakari niðurstöðu en línu-ræktunin hjá áhugaræktandum, sem að ver mestum frítíma sínum í að kynna sér ættir og einstaklinga ræktunardýra sinna og planar got langt fram í tímann.
Málið er að allar þessar aðferðir eiga fullkominn rétt á sér, og bestur árangur næst þegar þær eru allar notaðar. í viðeigandi mæli. Ég myndi t.d. alls ekki vilja sjá öll got þétt línu-ræktuð, né heldur alveg óskyld, það myndi ekki leiða til neins góðs.
Eru þá ekki allir með þetta á hreinu.
Vil þó taka fram að við erum í raun afar skammt á veg komin í erfðafræði hundins, og mögulega verða komin einföld próf í framtíðinni sem að maður getur notað og séð þá hvort ákveðinn einstaklingur er beri fyrir ákveðnum hlutum, varðandi t.d. heilbrigði eða útlit, en þangað til verður kunnátta ræktandans að vera það sem treyst er á.