Að loknum ársfundi voru heiðraðir þeir hundar innan deildarinnar sem hæstir voru að stigum og þeir sem bestan árangur áttu á árinu í hvolpaflokkum, og voru þeir sem hér segir.
Stigahæsti snögghærði hundur ársins: Himna Tígull Stigahæsti síðhærði hundur ársins: Himna Brenna Stigahæsti snögghærði hundur af gagnstæðu kyni: Vindsvala Kreppa Stigahæsti síðhærði hundur af gagnstæðu kyni: Eyðimerkur Bon Jovi Stigahæsti snögghærði öldungur: Sörlaskjóls Ísadóra Fíola Amandas Stigahæsti síðhærði öldungur: Himna Lotta Skotta Besti árangur hjá snögghærðum hvolpi: Small Is Beautiful´s Dirt and Grace Besti árangur hjá síðhærðum hvolpi: Himna Vind-Mylla |
|
Samþykkt á stjórnarfundi 26.3 2017
Undanfarin ár hefur sá öldungur sem hlýtur bestan árangur það árið verið heiðraður sem stigahæsti öldungur deildarinnar án tillits til hvort hann sé hæstur að stigum eða ekki. Þetta samræmist ekki annarri stigatalninu deildarinnar. Stjórn tók því ákvörðun um að breyta stigatalningu á öldungi þannig að stig yrðu talin líkt og stig annarra hunda og stuðst við stigatöflu deildarinnar. Stjórn var sammála um að nái öldungur keppnisrétt um besta öldung sýningar og hafnar í einum af fjórum efstu sætunum. Þá munu stig safnast saman til samræmis við stigatöflu HRFÍ, sem hér segir;
BÖS 1: 12 stig
BÖS 2: 11 stig
BÖS 3: 10 stig
BÖS 4: 9 stig
Stjórn var sammála um það að hljóti öldungur heiðursverðlaun í keppnisflokk öldunga, skuli þeir hljóta fyrir það stig en eins og stigatafla deildarinnar lítur út í dag hlýtur öldungur einunigs stig hljóti hann meistaraefni, fjögur stig. Var um það samhljómur stjórnar að hljóti öldungur heiðursverðlaun í keppnisflokk öldunga, tryggi það tvö stig í stigasöfnun til stigahæsta öldungs deildarinnar. Hljóti öldungur meistaraefni fær hann keppnisrétt um besta hund/tík tegundar og þykir stjórn því eðlilegt að fyrir það fáist fleiri stig.
Hvað varðar stigaútreikning hvolpa verður engin breyting þar á. En stjórn ákvað að heiðra þá hvolpa sem hafna í sæti um besta hvolp dagsins óháð fjölda sem hljóta slíkan árangur það árið.
- Öldungar og hvolpar; stigatalning:
Undanfarin ár hefur sá öldungur sem hlýtur bestan árangur það árið verið heiðraður sem stigahæsti öldungur deildarinnar án tillits til hvort hann sé hæstur að stigum eða ekki. Þetta samræmist ekki annarri stigatalninu deildarinnar. Stjórn tók því ákvörðun um að breyta stigatalningu á öldungi þannig að stig yrðu talin líkt og stig annarra hunda og stuðst við stigatöflu deildarinnar. Stjórn var sammála um að nái öldungur keppnisrétt um besta öldung sýningar og hafnar í einum af fjórum efstu sætunum. Þá munu stig safnast saman til samræmis við stigatöflu HRFÍ, sem hér segir;
BÖS 1: 12 stig
BÖS 2: 11 stig
BÖS 3: 10 stig
BÖS 4: 9 stig
Stjórn var sammála um það að hljóti öldungur heiðursverðlaun í keppnisflokk öldunga, skuli þeir hljóta fyrir það stig en eins og stigatafla deildarinnar lítur út í dag hlýtur öldungur einunigs stig hljóti hann meistaraefni, fjögur stig. Var um það samhljómur stjórnar að hljóti öldungur heiðursverðlaun í keppnisflokk öldunga, tryggi það tvö stig í stigasöfnun til stigahæsta öldungs deildarinnar. Hljóti öldungur meistaraefni fær hann keppnisrétt um besta hund/tík tegundar og þykir stjórn því eðlilegt að fyrir það fáist fleiri stig.
Hvað varðar stigaútreikning hvolpa verður engin breyting þar á. En stjórn ákvað að heiðra þá hvolpa sem hafna í sæti um besta hvolp dagsins óháð fjölda sem hljóta slíkan árangur það árið.