Pörunarbeiðnir
Úr starfsreglum ræktunardeilda:
2. Stefna ræktunarstjórnar skal vera að beina allri ræktun í þá átt að einstaklingar kynsins
séu:
- Andlega og líkamlega heilbrigðir.
- Án erfðagalla.
- Uppfylli kröfur ræktunarmarkmiðs kynsins um útlit og byggingu.
- Uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um vinnueiginleika kynsins.
4. Öll ábyrgð á ræktun hvílir alfarið á tíkareiganda og eiganda hundsins.
10. Leiti tíkareigandi ráða varðandi val á hundi til undaneldis, skal ræktunarstjórn benda á
3 hunda, sé það mögulegt. Undirstrika skal, að það er alfarið ákvörðun tíkareigandans
hvaða hund hann notar.
11. Skrifleg umsókn ræktanda um val á hundi til undaneldis þarf að hafa borist stjórn
ræktunardeildar í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir væntanlegt lóðarí tíkurinnar, eigi að
vera hægt að taka hana til greina.
12. Ábending ræktunarstjórnar gildir aðeins fyrir eina pörun og aðeins í 9 mánuði eftir
dagsetningu pörunarumsóknar.
13. Uppfylli tík/hundur ekki þau skilyrði sem ræktunarmarkmið hundakynsins setur og
ættbókareglur HRFÍ kveða á um, ber að forðast allt undaneldi frá þeim.
Stjórn deildarinnar tekur aðeins fyrir pörunarbeiðnir frá skráðum eiganda tíkar. Nauðsynlegt er að upplýsingar um sýningar (dagsetningar, árangur) fylgi ásamt afriti af hnéskeljavottorði.
Stjórn deildarinnar bendir aðeins á sýnda rakka þar sem afrit af hnéskeljavottorði liggur fyrir.
Nauðsynlegt er að tíkar og rakkaeigandi fái að sjá augnvottorð hundanna en skylt er að niðurstöður augnskoðunar liggi fyrir fyrir pörun og séu ekki eldri en 13 mánaða á pörunardag.
2. Stefna ræktunarstjórnar skal vera að beina allri ræktun í þá átt að einstaklingar kynsins
séu:
- Andlega og líkamlega heilbrigðir.
- Án erfðagalla.
- Uppfylli kröfur ræktunarmarkmiðs kynsins um útlit og byggingu.
- Uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um vinnueiginleika kynsins.
4. Öll ábyrgð á ræktun hvílir alfarið á tíkareiganda og eiganda hundsins.
10. Leiti tíkareigandi ráða varðandi val á hundi til undaneldis, skal ræktunarstjórn benda á
3 hunda, sé það mögulegt. Undirstrika skal, að það er alfarið ákvörðun tíkareigandans
hvaða hund hann notar.
11. Skrifleg umsókn ræktanda um val á hundi til undaneldis þarf að hafa borist stjórn
ræktunardeildar í síðasta lagi 2 mánuðum fyrir væntanlegt lóðarí tíkurinnar, eigi að
vera hægt að taka hana til greina.
12. Ábending ræktunarstjórnar gildir aðeins fyrir eina pörun og aðeins í 9 mánuði eftir
dagsetningu pörunarumsóknar.
13. Uppfylli tík/hundur ekki þau skilyrði sem ræktunarmarkmið hundakynsins setur og
ættbókareglur HRFÍ kveða á um, ber að forðast allt undaneldi frá þeim.
Stjórn deildarinnar tekur aðeins fyrir pörunarbeiðnir frá skráðum eiganda tíkar. Nauðsynlegt er að upplýsingar um sýningar (dagsetningar, árangur) fylgi ásamt afriti af hnéskeljavottorði.
Stjórn deildarinnar bendir aðeins á sýnda rakka þar sem afrit af hnéskeljavottorði liggur fyrir.
Nauðsynlegt er að tíkar og rakkaeigandi fái að sjá augnvottorð hundanna en skylt er að niðurstöður augnskoðunar liggi fyrir fyrir pörun og séu ekki eldri en 13 mánaða á pörunardag.