Laugardaginn 20. okt n.k. mun Chihuahuadeildin standa fyrir Deluxe sýningarþjálfun í húsnæði Gæludýra.is Korputorgi. Sýningarþjálfunin verður með óhefðbundnu sniði þar sem hún verður sett upp eins og lítil sýning. Umsagnir verða gefnar og keppt um hverjir verða bestu hundar sýningar.
Boðið verður upp á hvolpaflokk 4-9 mánaða og keppt um besta hvolp sýningar.
Einnig verður svokallaður Freestyle flokkur þar sem hægt er að sýna hunda sem af einhverjum ástæðum eru almennt ekki sýndir (rangt bit, eineistungar, niðurklipptir hundar o.s.fvr.).
Almennir flokkar verða svo unghundaflokkur (9-24 mán), opinn flokkur (24+ mán) og öldungaflokkur og keppa bestu hundarnir í þessum flokki um besta hund sýningar (og besta öldung sýningar).
Til þess að halda skemmtanagildinu í hámarki og að sem flestir geti fundið flokk til þess að taka þátt í, verðum við með skemmtiflokka í lokin þar sem keppt verður um eftirfarandi:
Fallegasta brosið (besta bitið)
Dúmbó dagsins (stærstu eyrun)
Besti búningurinn (á hundi, ekki eiganda)
Besta trikkið J (aftur hjá hundi, ekki eiganda)
Til þess að taka þátt þarf aðeins að senda skráningu á hrfichihuahua@gmail.com með nafni hundsins í ættbók og í hvaða flokka hann mætir. Nauðsynlegt er að hundurinn sé ættbókarfærður hjá HRFÍ en ekki er nauðsynlegt að eigandinn sé virkur (greiddur) félagsmaður.
Dómari fyrir hádegi verður Daníel Örn Hinriksson dómaranemi.
Dómari eftir hádegi verður Klara Símonardóttir dómaraefni.
Verðinu er haldið í algjöru lágmarki til þess að sem flestir mæti.
Dagskrá verður birt þegar nær dregur en reiknað er með því að byrja kl 11 fyrir hádegi og kl 13 eftir hádegi en þær tímasetningar geta breyst eftir skráningu.
Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 10. okt en við hvetjum alla til þess að skrá sem fyrst.
Boðið verður upp á hvolpaflokk 4-9 mánaða og keppt um besta hvolp sýningar.
Einnig verður svokallaður Freestyle flokkur þar sem hægt er að sýna hunda sem af einhverjum ástæðum eru almennt ekki sýndir (rangt bit, eineistungar, niðurklipptir hundar o.s.fvr.).
Almennir flokkar verða svo unghundaflokkur (9-24 mán), opinn flokkur (24+ mán) og öldungaflokkur og keppa bestu hundarnir í þessum flokki um besta hund sýningar (og besta öldung sýningar).
Til þess að halda skemmtanagildinu í hámarki og að sem flestir geti fundið flokk til þess að taka þátt í, verðum við með skemmtiflokka í lokin þar sem keppt verður um eftirfarandi:
Fallegasta brosið (besta bitið)
Dúmbó dagsins (stærstu eyrun)
Besti búningurinn (á hundi, ekki eiganda)
Besta trikkið J (aftur hjá hundi, ekki eiganda)
Til þess að taka þátt þarf aðeins að senda skráningu á hrfichihuahua@gmail.com með nafni hundsins í ættbók og í hvaða flokka hann mætir. Nauðsynlegt er að hundurinn sé ættbókarfærður hjá HRFÍ en ekki er nauðsynlegt að eigandinn sé virkur (greiddur) félagsmaður.
Dómari fyrir hádegi verður Daníel Örn Hinriksson dómaranemi.
Dómari eftir hádegi verður Klara Símonardóttir dómaraefni.
Verðinu er haldið í algjöru lágmarki til þess að sem flestir mæti.
Dagskrá verður birt þegar nær dregur en reiknað er með því að byrja kl 11 fyrir hádegi og kl 13 eftir hádegi en þær tímasetningar geta breyst eftir skráningu.
Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 10. okt en við hvetjum alla til þess að skrá sem fyrst.